The mythical detective Loki: Ragnarök Einnig þekt sem Matantei Loki Ragnarök og er að miklu leiti byggt á Norskri Goðafræði. Þessir þættir teljast með mínum aluppáhalds anime og hér er smá kynning á þeim:

Þættirnir fjalla um stúlkuna Mayu sem langar verulega að verða leynilögregla. Einn daginn rekst hún á mál sem hún telur sig verða að fara til alvöru leynilögreglu til að leysa úr. Hún kemur þá til Loka, ungs stráks (í útliti) sem maður fljótlega gerir sér grein fyrir að er í raun Loki úr Norskri Goðafræði sem flestir íslendingar ættu að kannast við. Maya og Loki, ásamt aðstoðamanni hans, lenda í ýmsum yfirnáttúrulegum hættum og margar fjörugar, hættulegar og hreint út undarlegar persónur koma til sögunnar. Svo undarlegt er það nú samt að Maya sér ekkert yfirnáttúrulegt við málin sem þau leysa en verður alltaf ákafari um leynilögreglubransann.

Loki, líkt og í Goðafræðinni, er hrekkjalómur en meinar ekkert illt sem gildir um hann að mestu leiti í Goðafræðinni en er því miður ekki algilt. Hann hefur komið sér upp lífi í Miðgarði (okkar hluta heimsins) sem ungur snillingur en ég væri að spoila fyrir ykkur ef ég segði ástæðuna fyrir þeim fluttningum.

Maya, eins og áður var getið, er mjög áhugasöm um leynilögreglustörf en föður hennar lýst ekkert á þennan bransa og hvað þá þegar hann gerir sér grein fyrir yfirnáttúrulega hlutanum en ólíkt Mayu getur hann séð vofur (spirits) en þrátt fyrir það harðneitar hann að trúa á þá. Maya er mjög hyper persóna og sér alltaf góðu hliðarnar á hlutunum.

Ég vona að ykkur líkaði kynningin og mæli með að þið horfið á þetta anime. Sérstalkega ef ykkur líkar Norska Goðafræðin ;]