Eiginlega leiðinlegasta anime sem ég hef séð. Þess vegna finnst mér forvitnilegt að vita hvað aðrir sjá við það.
Ekki það að ég hafi fordóma gagnvart samurai-a splatterum, mér finnst t.d. fyrstu bækurnar af Lone Wolf and Cub (reyndar manga) frábærar.
Afro-samurai virðist bara snúast um svalar pósur og endalausa toppun á sínum eigin furðulegheitum (bangsagaurinn kórónaði þetta allt saman), enginn almennilegur söguþráður eða persónur til að halda athyglinni, og heldur engin tilþrif aðalsöguhetjunnar við að bjarga sér með óvæntum ákvörðunum og hugvitsemi (sem er helsti styrkur LW&C). Mér dettur helst í hug að Afro-Samurai sé af sama meiði og grínmyndin Snakes on a Plane, ég sé bara ekki nógu sjóaður í anime til að fatta brandarann.