Könnunin sem ég rakst á hér á Anime og Manga gaf mér eina skemmtilega hugmynd um kork.
Þeir sem horfa á anime seríur eiga til með að rekast á ákveðna orðafasa sem oft eru notaðir í þáttunum. Ég sjálfur horfi/horfði mikið af Bleach, smá Naruto svo allt hitt vinsæla og ég hef rekist á marga skemmtilega fasa sem ég mun telja upp (mun skrifa þá eins og mér finnst þeir vera bornir fram):

Ja-re Ja-re = My my (Notað þegar einhver er að líta niður á andstæðing eða vera augljóslega kaldhæðinn)

Kh-su = Damn it (Orð sem sem flest allar persónur í Bleach segja í, tja, hverjum þætti)

Bakk-a-ró = Idiot (Mjög oft notað í Bleach, oftast af Rukia)

Na-nand-æj-ó = What's going on/What the hell (Oftast notað í glaðlegum tóni)


Aðal ástæðan af hverju ég gerði þennan kork var til að gá hvort þið, lesendurnir, hafið einhverja fleiri fasa sem gætu verið skemmtilegir. Ef svo er, engilega látið ljósið af ykkur skína og fræðið oss af yðar háttvirtu visku af japönsku (ég er hræðilegur í formlegu tali)

Sæj-ó-nara :3