Ég er bara að gera hérna nöldur kork um hvað kaflarnir í Berserk eru lengi að koma. Ég byrjaði að lesa Berserk manga fyrir tvemur og hálfum mánuðu og hef ég aldrei farið jafn snöggt í gegnum manga. Þetta var skemmtilegasta lesning sem ég hef lesið í langan tíma, teikningarnar eru einstaklega flottar og vandaðar. En núna þar sem ég hef náð manganu og þarf að bíða eftir hverju release er ég að verða brjálaður af eftirvæntingu eftir næstu köflum.

Finnst engum öðrum en mér mikið að bíða í um 2 og hálfan mánuð eftir tveimur köflum?

Ég geri mér að vísu líka grein fyrir því að Kentaro fór í einhverja pásu en er samt pirraður.

Langar líka að vita hvort það séu margir á þessu áhugamáli sem bíða vikulega eftir chapters í manga?
Sjálfur er ég að lesa Berserk,Bleach og Naruto manga.
Hef Enga Undirskrift :/