Kiki´s delivery service(Majo no takkyûbin)

Kiki er unglings norn sem ákveður að fara að heiman til þess að læra að galdra og nota töframáttinn sinn. Hún flytur ásamt talandi kettinum sínum Jiji í lítinn bæ nálægt hafinu þar sem hún flytur inn til góðhjartaðar kvenkyns bakara sem er mjög ólétt og þarf hjálp og leyfir Kiki að búa útí stórum skúr. Þar sem að Kiki er ekki sérstaklega góð að galdra þá ákveður hún að setja upp sitt eigið sendingar fyrirtæki þar sem að hún flýgur á kústinum sínum með ýmsar vörur til viðskyptavina og bæjarbúa sem hún vingast við.
Kiki´s delivery service(1989) er framleidd af Studio chibli og leikstýrð af meistaranum Hayao Miyazaki(Sprited away, Princess Mononoke) sem áður hafið gert Nausicaä of the valley of the wind(1984),Laputa Castle in the sky(1986) og My neighbour Totoro(1988). Miyazaki hefur gert fjöldan af meistaraverkum en þó finnst mér Kiki´s delivery serivice skara fram úr.
Teikningarnar og útlitið er það fallegasta sem ég hef nokkurn tíman séð í teiknimynd, ég get bara ekki lýst hversu falleg mér finnst þessi mynd vera. Handritið var einnig gott og hafði fallegan boðskap.
Hún var mjög skemmtileg og náði að halda athygli minni allan tíman öll 5 skiptin sem ég hef horft á þessa mynd.
Hayao Miyazaki leikstýrir snilldarlega og þetta er hans allra besta mynd(sem ég hef séð eftir hann) sem er mikið hrós þar sem að hann hefur nánast bara gert meistaraverk.
Enska talsetningin var fín, Kirsten Dunst talar fyrir Kiki og gerir það ágætlega.
Kiki´s delivery service er(hvort sem það er kostur eða galli) mjög barnavæn(ekki barnaleg) og kannski ekki fyrir þá sem eru að leita af spennu ævintýri eins og Laputa Castle in the sky, Howls moving castle eða Spirited away en ef þið eruð að leita að rosalega fallegu meistaraverk þá megið þið alls ekki missa af henni hún er einfaldlega of góð til þess og er besta teiknimynd sem ég hef nokkurn tíman séð.
Ég efast um að neinn annar teiknari og leikstjóri(Amerískur,Breskur eða Japanskur, skiptir ekki máli) geti toppað Miyazaki.
***** af 5