Sælir hugarar.

Síðasta hálfa árið hef ég verið að uppgvöta skemmtun anime og verð ég að segja að þetta er mun skemmtilegra heldur en Bandarísku spennuþættirnir. En því miður er ég svo nýr í þessum efnum að ég veit ekkert hvaða seríur eru góðar og hvaða seríur henta mér. Ég er búinn að renna í gegnum nokkra þræði en hélt að það yrði betra, amk. fyrir mig, að gera bara nýjan þráð. Þær seríur sem ég er búinn að horfa á eru; Afro Samurai, Hellsing&Hellsing OVA, Black Blood Brothers og Death Note. Mér þótti þetta allt vera magnað en Death Note var best og líklega skemmtilegasta sería sem ég hef horft á. Það sem heillar mig við anime eru persónurnar og sagan. Ég er ekki á eftir endalausu blóði (þó svo að það megi alveg vera). Ég er að spá í að horfa næst á Elfen Lied og skoða kannski Claymore. Endilega komið með nöfn á fleiri seríum sem þið mælið með og ef það er ekki of mikil fyrirhöfn, endilega lýsið þeim líka aðeins.

Kv. Lemonade