Blessaðir allirsaman.
Það varð að koma af því að sá dagur, er kattamatur ákveður að skrifa grein um manga. Það sem ég ættla að skrifa grein um er Serían Escaflowne sem er sería á stærð við Evangelion. Ég held meira að segja að hún innihaldi alveg jafn maraga þætti og NGE. Það var samt annað sem ég ættlaði að gera með þessari grein en það var að fjalla um þessa seríu þar sem að ég hef séð hana alla. Escaflowne er alveg frábært sköpunarverk sem heldur manni límdum við sjónvarpið tímum saman. Söguþráðurinn er alveg geðveikslega orginal og kvað kallar maður það “Epic journey” nú er ég farinn að bulla um eitthvað kjaftæði ekki satt.
Serían fjallar að mestu um stelpu sem heitir Hitomi, hún lendir í alveg heljarinnar ævintýri þegar Lord Van kemur í gegnum timeportal inn í hennar tíma með dreka á hælunum. Skemmitlegt ekki satt. Hún fer auðvitað alveg óvart til baka til hans tíma þar sem drekar og drekabanar ráða ríkjum. Mig langar eiginlega ekki að segja hvað serían fjallar um en ég ættla samt að lýsa henni í útliti. Hún er alveg ótrúlega vel teiknuð og karakterhönnuðurinn er áræðanlega úr Maccross eða þannig. Stíllin er alveg ótrúlega ævintýralegur og eru brynjurnar sem riddaranir nota, hálfgerðir skriðdrekar, eru alveg ótrúlega vel hannaðar.
Ég þarf víst að fara núna því ég er víst að verða of seinn í íslensku, en ég skal lofa að bæta fleiri upplýsingum inn seinna,

Adios amigo.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*