ef þú hefur ekki leigt Golden boy er kominn tími til að þú gerir það. ég hafði séð einhverjar auglýsingar úr því og langaði að kíkja á spólurnar. ok ég var ekkert að búast við neinu sérstöku en það sem ég sá var langt frá því sem ég hélt. ég hélt ekki vatni og það er ennþá hlandlykt inni hjá mér! þetta var eitt það fyndnasta sem ég hef séð og ég hef séð nær 100 anime titlum! (ég veit það því ég er psyco sem skrifa hjá mér allar myndir sem ég hef séð, comment um þær og einkunn) ein af mínum uppáhalds myndum er Dragon-half, ef fólk er að fíla fyndnar Anime mæli ég líka með henni. en aftur að Golden boy! ég grenjaði úr hlátri þegar hann sótti um vinnu hjá tölvufyrirtæki eftir að hafa æft sig lengi að forrita (hann átti reynar ekki tölvu svo hann teiknaði lyklaborð og horfði á bók!) ég horfði á þetta með vini mínum sem horfir aldrei á Anime og hann vældi úr hlátri! þessir þættir eru ekki bara einhver vitleysa heldur er alltaf eitthvað geðveikt gott plott! þetta lítur út fyrir að vera bara heilalaus comedy en þetta er í raun algjör snilld! ég mæli með því að allir taki þetta þetta eru reyndar bara 2 spólur *snökt* en það gerir það bara að verkum að þetta er ekki endurtekning
———————