Tónlistin í Hellsing er eftir gaur sem heitir Yasushi Ishii. Eins og flestir sem að hafa séð Hellsing þá er tónlistin með því besta við þættina og mæli ég með soundtrackinu fyrir alla til þess að hlusta á, jafnvel í kringum ó-anime/manga fólk.

Anyways, það sem ég var að spá í er hvaðan þessi náungi kom ég er búinn að vera að leita að einhverjum upplýsingum um hann og það næsta sem ég kom var ritgerð frá Standford eftir Yasushi Ishii um ljóð í Japan á 18. öld eða eitthvað. Hvernig getur þessi maður bara poppað upp, gert killer soundtrack og ekki gert neitt annað.

Annað sem ég fann er að hann hefur gert eitthvað single í samvinnu með Yoko Kanno(snillingur!!!!!!!) sem að er sungið af j-pop söngkonu Crystal Kay.

Ef að einhver veit um eitthvað annað sem að hann hefur gert þá hefði ég mjög mikinn áhuga á að heyra það. Fyrir utan eitthvað hlutverk sem hann lék í Chaos Legion.