Arucard Ég ætla að skrifa um minn uppáhalds anime character, vampíruna Arucard(eða Alucard) úr anime-inu Hellsing

Alucard er hár, vel yfir sex fet. Hann er í góðu formi með mjög langa handleggi og andlit hans er meira sláandi heldur en það er myndarlegt. Augun í honum eru blóðhlaupin og rauð, hár hans er svart. Föt hans virðast vera partur af honum sjálfum, há svört stígvél, svartar flauelsbuxur, svartur Jakki, hvít skyrta, rautt bindi, langur rauður frakki og breiður, rauður hattur. Hann er líka oftast með sólgleraugu með gulu gleri.

Alucard leiðist að vera ódauðlegur og finnst alltaf gaman að hitta verðuga andstæðinga, alla hina kallar hann skræfur og vitleisinga að halda að þeir séu verðugir að berjast við hann.
Einu manneskjurnar sem að hann virðist bera virðingu fyrir eru Integra Hellsing og Walter, walter er þjónn setrisins en barðist oft með Alucard á móti vampírum í gamla daga.

Hann hefur yfirnáttúrulega krafta, svo sem að breita formi líkama síns, varpa fram tálsýnum, getur lesið hugsanir, hreyft hluti með huganum, hann getur labbað í gegnum veggi og gólfið og svo getur hann horfið og birst allt annars staðar.

Einhverjir mikilfenglegustu kraftar hans eru að geta læknað nánast öll sár á líkama sínum, allt frá smáskrámu á andlitinu til þess að hafa höfuðið skorið af.