Death Note er eitt af bestu bókum sem að ég hef lesið, plottið er frábært og maður er límdur við bókina þangað til að maður klárar hana. Hún fjallar í stuttu máli um “Death God” eða eins konar “mennina með ljáina” og Death Note sem að er bók sem að drepur hver mann sem að þú skrifar niður í ef að þú hugsar um andlitið á honum á meðan. Þessi death god sem að við byrjum að fylgjast með heitir Ryuk og missir sína bók niður í heim hinna lifandi manna og drengur að nafni Light Yagami finnur hana og ákveður að reyna að gera heiminn að betri stað. Ég gæti haldið áfram að tala um Death Note lengi en ég vill en ég vill ekki skemma fyrir ykkur :o), en ég mæli með þessum bókum fyrir alla sem að lesa manga og ef að þið lesið ekki manga, þá eru þetta frábærar bækur til þess að byrja á :o).