Okey ég var að fara á animenewsnetwork.com (eða hvað 'etta heytir allt saman) áðan og sá að mjög skemmtilega kunnugleg mynd var efst í horninu af brynklæddum náunga. Ég hugsaði strax: GUYVER! Og komst svo að því að þetta var Guyver. Það er að segja ný sería sem var að byrja 2005. Það er auðvitað ekki það sem ég horfði á þegar ég var lítill. Ég man alltaf eftir því þegar ég fór í Bónusvídeó og tók Guyver spólu númer 4 svo sá ég númer 3 seinna. Ég man að það var rigning í þessu og einhverjir gaurar hlupu niður brekku og breyttust yfir í skrímsli sem voru ansi skrítin og hræðileg. Ég man líka eftir bardagaatriði í hlöðu eða eitthvað. Ég hef oft farið á imdb og leitað af þessu en aldrei fundið það og enginn virðist kannast við þetta. Munið þið eftir þessu? Ef svo er fræðið mig meira um þetta.