Ég dró kærustuna mína með mér á Gedo Senki í gær og verð að segja að ég varð EKKI fyrir vonbrigðum. Fyrir þá sem ekki vita þá er Gedo Senki nýjasta mynd Studio Ghibli og er fyrsta leikstjórnarverkefni Goro Miyazaki, sem er einmitt sonur Hayao Miyazaki.

Þótt Goro nái ekki sömu hæðum og faðir sinn í teiknimyndagerð þá heldur myndin manni við efnið allan tímann. Tónlist Joe Hisaishi magnar svo upp hið frábæra andrúmsloft sem fyrir er í myndinni og útkoman er hreint út sagt stórkostleg ævintýramynd.

Ofan á allt er ný leikkona sem ljær Theru, einni af aðalpersónunum, rödd sína, en það er Aoi Teshima. Hún syngur einnig aðalþema myndarinnar og verð ég að viðurkenna að ég heillast verulega að rödd hennar.

Þetta er æðisleg mynd sem flestir ættu að geta líkað við.