sko, ég ætla að segja aðeins frá manganu sem ég les og animeinu sem ég horfi á.

ég les ekki mikið manga en var að kaupa mína fyrstu mangabók í gær, One Piece nr.10, One Piece eru frábærar bækur og ég mæli með því við alla að finna sér eina þannig á bókasafninu eða nexus eða bara hvar sem er sem er selt manga bækur.

Ég horfi meira á anime heldur en að lesa manga, fyrstu þættirnir sem að ég horfði á voru One Piece, að mínu mati bestu þættir í heimi,

næstu þættir sem að ég fann voru fullmetal alchemistsem eru svolítið flóknir í fyrstu en ef maður skilur þá, þá geta þetta verið hinir bestu þættir,

jæja næstu þættir sem að ég horfði á eru Hellsing, ég er nú reyndar bara búinn að sjá 2 af þeim en það sem að ég hef séð er geðveikt skemmtilegt og ég mæli með þeim við alla að finna sér þessa þætti.

síðan vill ég bara hvetja ykkur öll til þess að finna eitthvað skemmtilegt manga eða anime, því að þetta er ekki jafn nördalegt og þið gætuð haldið, og munið að pokemon er ekki eina anime sem er til^^ og ekki dæma allt hitt frá því sem ykkur líkar ekki við, og ekki heldur dæma bókina út frá kápunni