Samkvæmt umræðum á imdb.com þá er hið ótrúlega senn að fara að gerast.

Anime-myndin sígilda Akira verður senn endurgerð af engum öðrum en Pitof, leikstjóranum sem gerði Catwoman.
hmmmm ég veit ekki með þig en mér finnst vera eins og að láta hund gera heimavinnuna þína.
Maðurinn hefur bara tvær myndir á bak við sig, önnur er Vidocq sem er víst ekki svo slæm (þarf að ckecka á henni) og svo hin goðsagnakennda Catwoman (það að hún sé goðsagnakennd er ekkert endilega góður hlutur).

Ég hef heyrt að gaurinn sé alveg ágætur með Special FX hliðina en annars skortir hann allt annað til að geta komið saman góðri mynd.
Ofan á það að ég sé enga ástæðu í því að endurgera Akira, myndin er fín og ef þú fílar hana ekki þá höfum við nú alltaf myndasöguna sem er mjög góð, þá er það alveg út í hróa hött að vera að fela manni sem bara hefur gert tvær myndir (og önnur hennar er FOKKING CATWOMAN) svona erfitt verkefni, WHAT IS THE WORLD COMING TO ???!!?!!

Þeir leikstjórar sem ég hefði viljað sjá endurgera Akira væru Quentin Tarantino, John Woo, David Lynch, Ridley Scott EÐA Takashi Miike sem gerði Ichi the Killer. Hann myndi henta mjög vel vegna þess að hann er jú japanskur og myndi gera hana með japönskum leikurum á japönsku. Hann er líka með mjög sinn eigin stíl og myndi ekki bara kópera gömlu myndina heldur gera eitthvað með efnið.

Ég vona innilega að þessi mynd verður ekki gerð og ef hún verður gerð vona ég INNILEGA að þeir skipti um leikstjóra.