Ég verð nú að viðurkenna það að ég er ekki mikil anime/manga persóna en kíkji stundum á þetta ef ég finn eitthvað áhugavert að lesa/horfa á.

Nú gerðist það einmitt að ég fann bara eina skemmtilegustu manga myndasögu sem ég hef lesið. Allavega heitir sú myndasaga MegaTokyo og er hægt að lesa hér http://www.megatokyo.com.

Þessi manga fjallar um tvö félaga þá Largo og Piro en þeir koma frá Bandaríkjunum. Það sem einkennir þá og eiginlega bara alla söguna eru tölvuleikir, þeir gjörsamlega dýrka flesta tölvuleiki sem þeir komast í. Nú einn daginn þá verður Largo alveg pissfullur og stingur upp á því að fara til Japans eða þar sem flestir tölvuleikirnir og flestar tölvurnar verða til. En það gengur ekki vandræðalaust fyrir sig því þeir hálfpartinn festast þarna, eiga engann pening eða neitt og sagan fjallar um það að þeir eru að reyna að redda sér heim.

Allavega ef þú fílar fyndnar manga sögur mæli ég eindregið með þessari, endilega tjékkið á henni.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius