Ég hef oft heyrt hvartað yfir því að það sé ekki til nógu mikið af manga á Íslandi, en þetta hefur vakið mig til smá umhugsunar um orðið manga. Manga er víst japanska orðið yfir teiknimyndasögur og því ætti kannski að kalla þetta bara teiknimyndasögur. Það er líklega selt í sama magni Japan eins og myndasögur eins og Grettir o.fl. er selt hér. Er þá kannski ekki svo lítið um manga hérna? Það er allavegana nóg af myndasögum, þó þær séu ekki allar japanskar. En þrátt fyrir rétta þýðingu orðsins, virðist manga vera notað yfir eina ákveðna tegund teikninga. Eftir smá athugun á þessu, tók ég eftir að manga stendur alls ekki yfir allar japanskar teiknimyndasögur. Þær sem falla ekki inní þennan “stíl” eru því miður bara ósköp venjulegar myndasögur. Disneyteikningar eru svipaðar, en þær vanta samt þennan litla stíl. Hvernig skyldu Japanir skylgreina manga frá öðrum teiknimyndasögum? Og hvað ef einhver franskur maður mundi gefa út manga? Mín niðurstaða er að manga eru ekki japanskar teiknimyndasögur, heldur sögur með myndum sem samastafa af allavegana hálfmannlegum persónum, stórum krúttlegum augum, ýktum hreyfingum og er ég sannfærð um að enginn myndi kalla þetta manga ef það væri ekki eftir japanskan höfund.