Ok, ég hef núna nýlega lesið nokkrar bækur um Timetraveler Ai, og fynnst rétt að kynna það aðeins fyrir ykkur. Þessar bækur fjalla um AI sem er fræg fyrirsæta, sem einn daginn finnur hálsmen með þann mátt að geta ferðast aftur í tímann. Þrátt fyrir aðvaranir verndara hálsmensins, sem er bara gömul beinagrind, notar hún hálsmenið til að fara aftur í tímann. Aðstoðarmenn hennar ferðast með henni fyrir einskærri slysni og saman hitta þau marga fræga menn, s.s. Napóleon, Leonardo de Vinci, Kleopötru o.fl. og hjálpa þeim að leysa ýmiss verkefni.

Mér fynnst þetta vera mjög góðar bækur og ráðlegg ykkur að kíkja á þær. Ég vil samt benda á að það geta verið svolítið gróf atriði í bókunum svo allir undir 12 ára ættu að láta þær vera.