Ég er búinn að vera að pæla lengi í þessu en þetta varð ljóst fyrir mér fyrir nokkru.

Þannig var það að ég var í Nexus og var að fara heim á leið í strætó.ég var nýbúinn að kaupa mér bók úr How To Draw Manga röðinni og var að fletta í gegnum hana. Fljótlega fór ég að taka eftir því að fólk (flestir unglingar en þó nokkrir eilítið eldri) leit á mig undarlegum augum og loks hnyppti einhver í mig og spurði mig hvort ég hefð ekki tekið neitt þroskastig frá Pokemon tímabilinu. ég ákvað að ansa drengnum ekki en ég vara samt sem áður alveg óstjórnlega reiður.
Ég hef líka heyrt fólk segja að það sé nánast ómögulegt að reyna að fá fólk til að horfa á Anime vegna þess að það hafnar því alltaf og kveður það vera Pokemon-sýru sem er alrangt þar sem það er m.a.s hægt að finna nokkrar anime-myndir á Topp 250 lista Imdb.com.

Tilgangurinn með þessum korki er til að komast að því hvort að fleiri hafi lent í eitthverju svipuðu og hvort að fyrirsögn korksins sé ekki endæmis rétt
<br><br>Keep your friends close
keep your enemies close