Ég var að pæla í þessu einn daginn. Af hverju fór ég að horfa á anime? Fyrir langa löngu (u.þ.b 2 ár) þoldi ég ekki japanskar teiknimyndir vegna þess að ég vissi í raun ekkert um þær. Seinna sá ég Pokémon the first movie og fékk svona “vitrun” eftir það var ég alveg vitlaus í anime. Núna hef ég horft á Princess Mononoke(snilldar mynd) og uppáhalds seríurnar mínar eru Ranma1/2 og Inu-yasha og ég er að stækka við safnið.
Mig langaði bara svona að vita af hverju þið fóruð að horfa á anime.