Ég er aðeins að byrja á Manga og Anime. Ég er búinn að vera að æfa mig að teikna Manga stuff og ég er að reyna að fíla mig inní Anime þætti og það allt.
Ég er búinn að sjá Berserk og Inu-Yasha og soldið af Slayers. Svo er ég líka búinn að lesa fyrstu 10 bækurnar um Inu-Yasha. Ég ætla að halda áfram að æfa mig að teikna. Þegar ég fæ bílpróf fer ég örugglega 100 sinnum í Nexus á viku til að checka á Manga/Anime. Hvað Manga/Anime stuff finnst ykkur flott? Ég á við, hvaða myndir,þættir, bækur o.f.l mæliði með eða finnst ykkur gaman að?
Ég er í rauninni helst að skrifa þetta til að skrifa eitthvað á Manga áhugamálið því ég hef mikinn áhuga á Manga þó svo að ég er ekki mikið byrjaður í því.
Gourry, frændi minn sem er hérna einhversstaðar á huga hefur kynnt mér mikið fyrir Manga og það er gaman að því. Hvað finnst ykkur um Manga yfirleitt? Að teikna- og lesa Manga og horfa á Anime?