Blade of the immortal Bækurnar Blade of the Immortal er virkilega eitthvað sem vert er að kynna sér. Bækurnar eru nú orðnar a.m.k. 74 talsins (ég sá allaveganna ekki fleiri á darkhorse.com) og eru gefnar út af Dark Horse comics, þeim sömu og gera út Oh, my goddess, Dirty Pair og fleira….

Höfundurinn, sem bæði teiknar myndirnar og semur söguna, heitir Hiroaki Samura. Hann hefur hlotið einhver verðlaun fyrir verk sín, man ekki alveg hvað þau heita í augnablikinu.

Sagan gerist einhverntíman á 18. eða 19. öldinni í Japan. Í stórum dráttum fjallar sagan um unga stelpu að nafni Rin og ódauðlegan lífvörðinn hennar, Manji (sem er japanska nafnið á “swastiku” eða hakakrossinum). Foreldrar Rin voru myrtir af engri sýnilegri ástæðu, fyrir framan augu hennar og tveim árum seinna, eftir að hafa æft sig stanslaust í bardagaíþróttum, leggur hún út til að hefna þeirra. Hún rekst á gamla konu sem segir henni að leita hjálpar Manji. Manji hlaut þá bölvun að vera gerður ódauðlegur fyrir þær sakir að hann drap 100 saklausa menn sem leigumorðingi. Til að losna við þessa bölvun verður hann að drepa 1000 vonda menn. Þess vegna samþykkir hann að hjálpa Rin í leit að morðingjum foreldra hennar.

Mér finnst þetta yndislegt manga, jafnvel þótt ég sé bara búin að lesa *ehemm* 7 af… mörgum! (fleiri hafa ekki komið á bókasafnið hérna heima :( ) Teikningarnar eru sérstakar en ótrúlega flottar, sagan er góð og persónurnar ótrúlega trúverðugar!

Mæli eindregið með þessu, jafnvel þótt ég sé ekki búin að lesa nema smá part!!
"