Kareshi Kanojo No Jijou Kareshi Kanojo No Jijou heitir á ensku “His and her circumstances” (nafn sem kannski fleiri kannast við) og er skrifuð af Tsuda Masami.

Þetta er “high school romance” saga um samband Miyazawa Yukino og Arima Souichiro.

Miyazawa er, eins og hún segir best sjálf, ego-maniac og gerir allt til þess að aðrir líti upp til hennar og hæli henni. Í skóla hefur hún alltaf verið fullkomna stelpan sem er með hæðstu einkunnirnar, alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og alltaf vel til fara. Aftur á móti, þegar hún er heima hjá sér kemur allt annar persónuleiki í ljós, þar sem hún er næstum andstæðan við það sem hún er í skóla.
En þegar hún byrjar í “high school” (veit ekkert hvað ég á að kalla þetta á íslensku, skólkerfið í japan er svo allt öðruvísi) þá fer eitthvað úrskeiðis, hún var ekki alveg hæðst á inntökuprófinu og var því ekki gerð að bekkjarfulltrúa. Heldur var bekkjarfulltrúinn strákur að nafni Arima Souichiro. Hún ákveður samstundis að Arima sé erkióvinur hennar og leggur sig alla fram við að klekkja á honum.
En þegar hún er hærri en hann í næstu prófum hrósar hann henni fyrir það og segir henni að hann sé hrifinn af henni, en hún hafnar honum. En næsta dag kemur hann heim til hennar til að lána henni einhver geisladisk og sér þá hvernig hún er í raun.
-yfirliti af fyrsta kafla lokið

Þessi saga er mjög skemmtileg og hjartnæm, þótt að hún verði sodið ruglingleg studnum, margar skemmtilegar persónur eins og t.d. Asaba og Shibahime.

KKNJ snýst að mestu leiti um ákvörðun Miyazawa og Arima um að hætta að þykjast vera einhver önnur en þau eru og bara vera þau sjálf. Miyazawa fer í fyrsta sinn að eignast vini í skólanum eftir það og samband hennar og Arima verður stöðugt nánara.

Og svo er þetta bara þriðja romance anime/manga sem ég hef séð/lesið þar aðalpersónurnar byrja að vera saman einhverstaðar annarsstaðar en bara í bláendanum. Hinar eru Fushigi Yuugi og I''s.