Hoshi No Koe (The Voices of a Distant Star) Árið 2046 kemst mannkynið fyrst í kynni við geimverur, þessir Tarsians gera árás á Mars könnunarleiðangur NASA en geimfloti jarðarinnar ( The UN Space Force mynnir mig) tekst naumlega að hrekja geimverunar í burtu. Ung stúlka að nafni Nagamine gengur í geim herinn til þess að berjast við geimverunar og fer frá jörðinnni en verður að skilja kærastann sinn Noboru (sem ætlar í sjóherinn) eftir. Eina leiðin fyrir þau til að hafa samband er í gengum e-mail sem þau senda með GSM símum. Þó er einn hængur á því að því lengra sem Nagamine ferðast í stríðinu við gemverunar, því lengur eru e-mail'in hennar að ferðast til jarðarinnar.

Það má segja að myndin hafi einn aðalsöguþráð sem er ástar samband þessara tveggja einstaklinga og bardaginn við geimverunar. Söguþráðurinn þrátt fyrir að vera frekar einfaldur er ákaflega vel unnin og leiðir áhorfandan fagmannlega í gengum myndina. Þó Engin anime mynd væri fullkomnuð án þess að innihalda teikningar og grafík sem tekur Disney í r**s!

Þvílíkur metnaður hefur verið lagður í gerð þessara myndar og er langt síðan að ég sá eitthvað í Anime/Manga heiminum sem var svona ferskt. Allar persónunar (sem eru reynar bara tvær) eru vel hannaðar og stílhreinar, hér hefur höfundinum tekist að semja ástarsögu með persónum sem gefa raunveruleikanum ekkert eftir. Öll atriði eru ótrúlega vel skipulögð og missir hún aldrei takið á söguþræðinum.

Þess vegna kom það mér algjörlega í opna skjöldu að aðeins einn maður samdi, leikstýrði, teiknaði og framleiddi þessa mynd og það á iMakkanum sínum, en hann talsetti hana meira að segja sjálfur með eiginkonu sinni. Þetta er greinilega leikstjóri/handritshöfundur sem lofa góðu og allir sem hafa einhvern áhuga á Anime ættu að hafa augun opin fyrir nýju efni með honum í framtíðinni.

P.S: Það er rúmor um það að þessi stuttmynd sé í raun bara ‘Pilot’ og að fleirir þættir munu koma. Ég veit ekkert um hvort það sé satt, en ég bíð spenntur.

Tegund: Ástar saga, Schi-Fi, Mecha.
Leikstjóri: Makoto Shinkai
Einkunn: * * * * 1/2

<a href="http://www.hoshinokoe.com">Official Síða</a
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*