heyrðu já.. ég var víst búin að sverja það að senda inn Evangelion grein svo það er held ég best að ég standi við það..

Evangelion eru þættir, bækur og myndir. Á þáttaröðunum eru til tvær útgáfur á endi og sjálf hef ég bara séð þættina og þá bara aðra útgáfuna af endi og síðan á ég bók nr. 6 (hef ekki lesið þær sem á undan eru) og satt að segja elska ég þessa þætti!! ég var svo heppin að sjá þá ÁÐUR en ég heyrði á þá minnst svo ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum eins og svo margir.

Þættirnir í grófum dráttum… (mjög erfitt í rauninni..)



******** munið.. Spoiler fyrir þá sem eiga eftir að sjá þættina og vilja ekki vita neitt, ég mæli með því að sjá þetta án þess að vita plottið fyrirfram…*********



Shinji Ikari er 14 ára strákur sem bjó hjá kennaranum sínum. Móðir hans hafði látist af slysförum þegar hann var mjög ungur og samband hans og föður hans var slitrótt því þeim feðgum er í raun lítið um hvorn annan gefið. Sagan byrjar þegar Shinji er kallaður til borgarinnar Tokyo 3 (held ég.. einhvernveginn er kem ég því ekki fyrir mig..) þar sem faðir hans vinnur. Þar nær Misato Katsuragi, mjög lífleg ung kona, í hann og fer með hann í höfuðstöðva NERV, fyrirtæki föður hans. Þar er honum sagt frá því að “an angel” er að ráðast á borgina og því verði hann að pilota HUGE vélmenni, Evu, og berjast við hann til að bjarga borginni. Shinji fellst á það, skíthræddur, og þar endar fyrsti þátturinn. seinna í sögunni koma inn margir fleiri skemmtilegir karakterar s.s. Asuka, Rei, Toji, Kensuke, Kaji og svo má lengi telja..

Megin atriði þáttanna… Barátta NERV við þessa svokölluðu engla og MIKIÐ er skoðað inn í sálfræðilega heima persónanna, ástir og örlög! ;) (geðveikt drama í gangi) Persónurnar eru rosalega flottar og vel skapaðar, tónlistin snilld og plottið svo flókið og skemmtilegt. Þetta heldur mann við sjónvarpsskjáin alveg til enda!! maður getur horft á þetta oft og mörgum sinnum og samt er maður alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í hvert skipti! :)

gott dæmi um gott anime! ;)

****/****

(og munið.. einungis mínar skoðanir…)
"