Af hverju animé? Nú hef ég verið Animé aðdáandi í svone heldur stuttan tíma, en þó nánast alveg frá því ég sá mitt fyrsta “Manga” eins og ég hélt það heita þá eða myndina Vampire Hunter D. Ég vissi þó ekki hvar maður gæti fengið svona myndir þar sem þetta var á videspólu frá bróður mínum og horfði því ekki mikið á neitt animé til að byrja með. Hægt og bítandi fór ég þó að átta mig á því hvar væri hægt að redda þessu og er núna svo forfallin að ég horfi á gamla þætti aftur og aftur í góðum fíling meðan ég bíð eftir að geta séð meira.

En af hverju animé?

Persónulega þá voru það sögurnar sem kom mér uppá lagið. Þetta var ekkert svona politically correct Disney drama heldur gerist allur andskotinn í þessu og gat ég svona nánast frá upphafi sökkt mér í söguþráðinn og lifað mig með teiknimyndapersónu.

Teikningarnar finnst mér einnig flottar og kann ég betur við japanska stílinn heldur en þann vestræna af einhverjum ástæðum. Kannski vegna þess að mér finnst fólkið líta betur út.

Persónusköpunin er einnig eitthvað sem olli hrifningu minni því flestar animé persónurnar eru ekki svona rosalega fullkomið eins og ofurhetjurnar. Góð tilbreyting var einnig að ég sá fyrir mér einhvers konar sögulok. Ekki svona þar sem að persónurnar breytast ekki neitt í 100000+ þáttum og í rauninni er ekkert í gangi nema brandarar sem að eru svo steingeldir því í raun “loopast” þættirnir bara og söguþráðurinn er sá sami þátt eftir þátt, ár eftir ár… Cowboy Bebop og Trigun voru kannski með svipuðu þema í þáttunum en báðir enduðu og maður kynntist persónunum betur. Það er eitthvað sem ég get ekki sagt um Tomma og Jenna, Kalla kanínu eða Andrés Önd.

Fyrir mér er skemmtanagildið fáránlega hátt enda er þetta það skemmtanaform sem ég víla sjaldanst fyrir mér að horfa á og eru ofantaldar ástæður þær sem ég hef fyrir því.

Og ég veit að það er fullt af vondu animé. En ekki gefast upp af því þú lentir á einu. Prófa eitthverja aðra týpu.
=)