Spirited Away Jájájájá.. þetta er allt að gerast..

Um daginn skrapp ég niðrí Nexus til að leygja mér mitt daglega anime og rak ég þá augun á fallegt DVD cover, útfyllt af japönskum stöfum. Ég hugsaði með mér: “hmmmmmm, hvað skyldi þetta vera?” enda kannaðist ég svolítið við teikni stílinn.. Sá ég þá inn á milli japönsku táknanna, lítinn enskan texta: spirited away, og hugsaði “OOOOOoOOoooOOOoOOOoooOoOOOoOOo!” enda heyrt um þessa mynd, svo ég skellti mér á hana (400 kall). And then the journey began!

Jah hvað get ég sagt, Spirited Away er eftir hinn mikla HAYAO MIYAZAKI sem án efa margir kannast við, enda gert margar stórmyndir, s.s. My Neighbour Totoro, Princess Mononoke, Castle in the sky og fleira … Þar sem ég veit nú ekki mikið um höfundinn ætla ég ekki að fara að fjalla um hann, heldur þessa hreint yndislegu mynd sem ég sá þetta kvöld..

Da Story

Hún fjallar sem sagt um hina 10 ára hnátu Chihiro sem, ásamt foreldrum sínum, hverfur til dularfulls heims sem er uppfullur af allskyns guðum og óvættum, stjórnaður af hinni gráðugu norn Yu-baba. Foreldrar Chihiros breytast í svín; en til að bjarga þeim, verður hún að gefa upp nafninu sínu og þjóna á undarlegu baðhúsi Yu-baba. Þar kynnist hún mörgu fólki sem rétta henni hjálpar-hönd, þar á meðal, hinn dularfulli og fallegi strákur Haku. Hvað á eftir að gerast? Á hún eftir að bjarga foreldrum sínum frá því að vera étin, og hver er dularfulli gaurinn með grímuna??? DUDUDUDUDUDUDuuuuuu..

Ehmm….. já…

En ég verð að segja að þetta er eitt besta anime sem ég hef séð, mjöööööööög fallegt animation og teikningarnar eru brilliant! Endilega farið á leygið ykkur hana eða eitthvað, því að þessi mynd er must-see fyrir alla sem eru into anime og bara alla! Spritied away er:

“For the people who used to be 10 years old,
and the people who are going to be 10 years old.”
–Hayao Miyazaki

cheeeeeeeel!