Magic Knights Rayearth Magic Knights Rayearth

Þessir þættir byrja voðalega týpískir, þrjár 14 ára japanskar stelpur hittast fyrir tilviljun í Tokyo Tower í ferð með skólunum sínum. Þar kemur allt í einu blindandi hvítt ljós og þær heyra rödd sem segir ,,oh please, magic knights from another world, please come and save Cephiro!!” og þessar þrjár stelpur sem hafa aldrei hist áður hverfa í þetta ljós og birtast allt í einu í miðju loftinu á eitthverjum stað sem þær hafa aldrei séð áður… þær eru semsagt komnar til Cephiro=) Þar var allt voðalega rólegt, friðsamt og fallegt þangað til Princess Emeraude var rænt af hinum illa Lord Zagato… og það er núna í höndum þessara þriggja stelpna, Hikaru, Umi og Fuu að bjarga prinsessunni og um leið heiminum Cephiro því að ef prinsessan er ekki á sínum stað þá fer allt til fjandans!!

Þetta kemur allt fram í fyrst þættinum svo ég er ekki að spilla neinu fyrir ykkur;)

Á leiðinni hitta þær marga vini og óvini, sumir hjálpa þeim, aðrir reyna að standa í vegi fyrir þeim… en þær þurfa semsagt að uppfylla goðsögnina í þessum heimi um ,,The Legendary Magic Knights” eða ,,hina goðsögulegu galdrariddara” ef ég þýði þetta nú lauslega;) með því að ferðast um heiminn og leita að hlutum og þannig.

Þessir þættir voru upphaflega manga (eins og flestir aðrir) sem var samið af hópi fjögurra kvenna. Þeir eru mjög dramatískir, það er alveg ótrúlegt hversu miklum svaðilförum þessar þrjár stelpur lenda í! Þær eru alvarlega slasaðar daginn út og inn og þurfa endalaust að sanna styrk hjartans með því að fórna sér fyrir vini sína. Engu að síður eru þetta mjög skemmtilegir þættir og ég mæli eindregið með þeim!! Fyrir alla nema þá sem eru ,,of fullorðnir” til að geta skemmt sér almennilega yfir ,,barnaefni”=) Þar sem þetta eru jú frekar barnalegir þættir!! En skemmtilegir engu að síður=)
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!