Jæja, núna er ég búinn að sjá myndina Metropolis og mig langaði að senda inn stutta og einfalda umfjöllun.

Myndin er svoldið sértök, þetta er alls ekki hefbundin anime mynd. Það mætti segja að hún hafi smá “Hollywood fíling” útfærðum með japanskari hugmyndafræði. Það er líka vísindalega sannað að austrænar þjóðir hugsa öðruvísi en þær vestrænu. Hvað með það, aðal málið er að þetta er mjög góð mynd. Auðvitað fer það alveg eftir því hvernig maður lítur á málið. Sem dæmi um góða mynd má nefna Spriggan, hún er góð aksjón mynd. Það er Metropolis hins vegar ekki.

Það er vissir eiginleikar Metropolis sem heilluðu mig, að hluta til þessi gamaldags manga/Disney stíll, en ég var líka heillaður af hugmyndinni á bak við myndina. Myndin fjallar um nokkra karaktera sem gegna mismerkilegum hlutverkum. Á einhvern undarlegan hátt virðist myndin ekki fjalla um persónunar sem söguþráðurinn snýst um heldur hinar undarlegu aðstæðunar sem skapast þegar “vélstúlka” sem heldur að hún sé mensk, sleppur úr klóm brjálaðs vísindamans.

Það eru alskonar sniðugar pælingar á gangi í myndinni. Mér þótti það afar áhugavert hvernig handritshöfundurinn (Katsuhiro Otomo) túlkar framtíðna þar sem vélmenni er komin á það stig að þau eru með nánast menska greind, en njóta engra réttinda. Þetta er mjög áhugavert, sérstaklega af því að þetta minnir mann á samskipti hvíta og svarta mannsins. Hvort er það að hafa sál eða það að hafa “greind” það sem gerir mann menskann, hvað er munurinn á greind og “gervi greind”.

Söguþráðurinn er mjög útpældur, einda eru það miklir fagmenn sem komu að við gerð þessarar myndar og hann rennur eins og vatn. Þá meina ég að það sagan heldur jöfnu flæði út alla myndina, sem er eitthvað sem virðist vera algengt í anime myndum. Disney mynd væri hins vegar með mjög breitilegt flæði, þar sem söguþráðurinn hoppar og skoppar á milli dramatík og spennu.

Þetta er kanski ein af þeim ástæðum sem að fólk skiptist nær alltaf í tvo flokka varðandi anime og manga. Þú annað hvort elskar það eða hatar það. Annar maðurinn sér þetta sem “alternative” teiknimynd sem höfðar meira til mans af því að hún hefur átakameiri söguþráð sem höfðar meira til fullorðna og byggir á áhugaverðari hugmyndfræði. Hinn aðilinn sér aðeins pókemon djöfla með óhuggulega stór augu sem þýðir að þessi japanski ófögnuður geti aðeins verið af kölska kominn. Sem er frekar leiðinlegt því að fólk er oft að fara á mis við gullmolana eins og Ghost In The Shell, Neon Genesis Evangelion og Escaflowne, svo eitthvað sé nefnt.
Þrátt fyrir að vera alveg ótrúlega vönduð mynd sem er vel unnin í flest alla staði þá er hún ekki fullkomin. Hún hefur því miður einn stórann galla… Hún er alveg fáránlega langdregin. Söguþráðurinn nær aldrei alveg að fanga mann, sem er aðaleg vegna þess hve söguþráðurinn er hægur, meira að segja spennu atriðin eru undarlega hægfara. Kenning mín er sú að framleiðendunir vildi halda í þann stíl sem upprunalega sagan var í. Sagan var skrifuð fyrir um það bil 50 árum, sem var langt á undan manga sprengjunni sem varð á áttundu áratuginum. Þetta er svolítið fráhindrandi, sérstaklega fyrir þá sem eru kanski að sjá anime í fyrsta skiptið.

Þrátt fyrir nokkra galla er þetta príðindis mynd, sem er eins og ég sagði vel unnin í alla staði. Grafíkin er alveg ótrúlega vel unnin og eyðileggur alls ekki teiknaða lúkkið. Klassíski stíllinn er einnig ótrúlega töff, sérstaklega þar sem svona mikil nákvæmni er lögð í hann. Ég ættla að vera nokkuð góður gefa henni þrjár og hálfa stjörnur af fimm mögulegum. Hún hefði fengið eina í viðbót hefði hún ekki verið svona langdregin. Endilega kíkiði samt á þessa mynd, fyrir alla þá sem fíla alvöru anime ætti þetta að vera príðindis skemmtun. Hinsvegar fyrir þá sem eru frekar ný búni að kynnast anime, þá má alveg bíða með það að horfa á þessa mynd þangað til að maður er búinn að venjast japanska frásagnar stílnum…
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*