Daginn… þar sem þetta áhugamál er að deyja út þar sem síðasta grein sem send var inn var send í maí, þá ætla ég að taka smá flipp og senda inn grein um manga sem ég hef séð

Cyber city OEDO 808 Part 1 - 3 (spólur sem ég verzlaði í kolaportinu fyrir 7 - 8 árum).
Þær fjalla um þrjá glæpamenn í framtíðinni sem eru undir lás og slá. En þeir fá tilboð um að afplána dóminn sem löggur.
Þá er kominn overall hugmyndin bakvið söguna. Hver partur fjallar um 1 af þessum glæpamönnum. Eins og stendur þá man ég ekki hvað þeir hétu, en fokkit.

Partur 1 fjallar um það þegar hakkari hakkar í tölvukerfi hæsta skýjakljúfurs veraldar, sem nær ofar en ósonlagið. Og einn krimminn er sendur á staðinn til að athuga út málið, en hans persónu einkenni er orðbragð. En svo kemur í ljós að hakkarinn er inni í bygginguni og er búinn að vera þar nokkuð lengi. Parturinn endar svo með blóðugu lokauppgjöri.

Partur 2 fjallar svo um að Special forces (sérsveit?) er að þróa cyborg sem á að vera hin fullkomna drápsvél. En cyborg er hálfur maður, hálf vél… en þeir nota lík í staðin fyrir lifandi fólk). Og allt þetta þróast út í að þeir ætla að prófa þetta vélMenni á söguhetjunni. Sem er svona lokauppgjör… en lausnin, það er, hvernig aðalsöguhetjan okkar vinnur bug á vélmenninu er absúrd.

Partur 3 fjallar um vampírur, og vírus sem á að gera fólk ódauðlegt. Söguhetjan okkar nú er glæpamaður nr 3, Benten, sem er kona (að ég held), nema karl talar fyrir hann/hana. Er hann klæðsliptingur/kynskiptingur, eða var svona lítill metnaður í döbbuninni? Allavega, Uppdrög málsins er að 3 vísindamenn eru drepnir, og það þróast út í lokauppgjör (merkilegt nokk) við borgarstjóra Cyber city. En það er eitt það blóðugasta og viðbjóðslegasta sem ég hef séð. Dálítið svona, tilgangslausar blóðsúrhellingar.

Nema hvað, ef ég ber saman þessar 3 þá er partur 1 beztur. Sniðugar hugmyndir þó örfá atriði hefðu getar verið betur útfærð.

Hvap er þetta Oedo 808? Ég veit að Tokyo hét á árum áður Edo, en ekki veit ég hvað þetta 808 er… kanski eitthvað flipp.
Nú, ég er spenntur að vita hvort þið hafið séð þessar beefcake myndir og hvernig smakkast.

Tonik
http://come.to/tonik