Metropolis Fyrir ekki svo löngu síðan þá rakst ég á trailer sem sem var að sýna atriði úr mynd sem nefnist Metropolis. Kjálkinn á mér skall í jörðina og skoppaði aftur upp á sinn stað af undrun, ég get sagt það að ekki í langann tíma hafði ég séð animation sem jafnaðist á við það sem ég sá þarna. Bakgrunnar sem voru gerðir í svipuðum stíl og Blood: The Last Vampire og persónunar voru teiknaðar í “freaky” stíl sem ég gat bara tengt við Disney eða annað Amerískt barna efni.

Eftir að hafa séð þetta talaði ég um þessa mynd í nokkurn tíma við vini mína og voru þeir alveg jafn gáttaðir. Var þetta virkilega Anime mynd sem byggð á hugmynd Fritz Lang (1928-1989) Metropolis. Að hluta til kanski en myndin er bygð á 50 ára gömlu Manga eftir meistarann Osamu Tezuka, sem er einn af frumkvöðlum iðnaðarins.

Eftir að hafa fræðst þetta mikið um myndina var ég orðinn virkilega áhugasamur (ég iðaði í skinninu). Þegar það er verið að byggja mynd á Manga sem er svona gamalt og eftir svona frægann höfund þarf maður að fá sér góðan handrits höfund, og fengu framleiðendunir engann annan heldur en Katsuhiro Otomo skapara Akira. Leikstjóri myndarinnar er Rintaro, fyrir þá sem kannast ekki við hann þá hefur hann leikstýrt mörgum öðrum verkum eftir Osamu Tezuka, eins og X.

Ég ættla ekki að kryfja söguþráðinn til hins ýtrasta en hann fjallar um samskipti vélmenna og manna í framtíðinni. Með aðalhlutverkin fara Tima sem er vélmenni, en hún veit ekki af því sjálf. Hún var smíðuð af brjálaða vísindarmanninum Dr. Laughton til þess að koma í staðinn fyrir dána dóttur “Duke Red’s” sem er víst alráðandi í þessum heimi. Duke Red er búinn að ákveða stórt hlutverk fyrir Timu og vill að hún verði arftaki sinn. Þetta gerir Duke Reds, Rock, nokkuð öfundsjúkann og ákveður hann að taka málin í sínar eigin hendur.

Meiri upplýsingar um myndina má finna á www.metropolis-movie.com

Myndin var heil fimm ár í framleiðslu, hún kostaði um einn miljarð yen eða í kringum 620 miljónir dollara. Sem ég tel vera nokkuð mikinn pening fyrir Anime mynd. Myndin á víst að koma í kvikmyndahús í Ameríku í Janúar, og hef ég heyrt um DVD disk í Ágúst.

Ég held að ég endi þetta bara hérna, fólk má endilega benda mér á ef ég hef farið með eitthvað vitlaust hérna og stinga inn upplýsingum sem ég hef gleymt að nefna. Að drulla yfir stafsetningun mína er ekki nauðsinlegt, ég er vel meðvitaður um stöðu mína í þeim málum.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*