Spriggan, 90mín. Hasarmynd


Núna í gær (föstudaginn 12.) nældi vinur minn í DVD eintak af Spriggan, hasarmynd með guðfræðilegu ívafi sem við höfum beðið með mikilli eftirvæntingu undanfarið.

Myndinni er skellt inn, og hún byrjar strax, í miðjum bardaga, dýpst í viðjum regnskóganna einhverstaðar í fjandanum. Mjög vandað atriði, með vel valinni tónlist og MJÖG vel teiknað (animation er frábær í Spriggan).

Og svona heldur það áfram. Myndir dettur aldrei niður í leiðingjörn, tilgangslaus samtöl milli persóna sem skipta ekki máli eins og alltof oft gerist í anime myndum, en samt næst að koma til skila söguþræði myndarinnar, sem er reyndar því miður einn mesti ókostur hennar, en virkar vel sem fylling að næsta bardaga.

Bardagarnir sjálfir eru verulega vel gerðir. Allar hreyfingar eru ýtarlega vandaðar, byssubardagar fágaðir og allt “flow” er til fyrirmyndar. Hinsvegar eiga aðalpersónurnar til að vera allsterkar (t.d. tölum við um Spriggan sem “myndina þar sem fólkið þolir meira en brynvarði trukkurinn”), en það er blessunarlega útskýrt er á líður.

Persónusköpunin í Spriggan er svona upp og niður. Engu púðri er eytt í aukapersónur, þannig að maður fer að hugsa um þær sem svona “cannon fodder”, sem er frekar slæmt. En hinsvegar hafa þeir pælt dáldið í aðalpersónunum, eins og Yu, McDoogle og svo Frakkanum (hvað sem hann svo heitir). Einhver dýpt virðist vera þar til staðar, sem betur fer.

Það sem kom frekar á óvart er hversu langur endirinn er (eða “endgame”, eins og sumir vilja kalla það). Raunar var 1/3 af myndinni allur endirinn, sem er einn heljarstór bardagi, sálarstríð og aðal geymsla söguþráðarins. Þetta er vissulega frekar undarlegt, nú þegar algengt er að endabardagar í bíómyndum og anime taki bara um 10 mínútur…

Allt í allt, þá er Spriggan mjög góð hasarmynd. En þeir sem eru að leita að einhverju sem jafnast á við Evangellion eða Perfect Blue gætu orðið fyrir vonbrigðum.

Restin ætti að skemmta sér konunglega yfir þessari Akira/Ghost in the Shell afsteypu.

7,5/10