Eftir að hafa séð mynd hér á Manga áhugamálinu sem á stóð “ Þær í LH eru geðveikt flottar” einhvað fór ég að pæla hvaða þáttur þetta væri og þegar ég komst að því fór ég niður í Nexus og leigði 4 fyrstu þættina á DVD sem voru í það fuckt up hulstri að ég nánast skammaðist mín að leigja þetta, en þegar ég var búinn að kíkja á þetta kommst ég að því að action killing og bloodspreating manga anime myndir eru ekki það eina coolaða í anime heiminum. Þættirnir fjalla í stuttu máli um dreng sem gerir loforð við stelpu þegar hann er ungur um að þegar þau verði stór hittist þau Tokyo university og muni eftir það lifa hamingjusamlega saman eftir það, en nú eru 15 ár síðan hann sá hana síðast og hann er búinn að gleyma hvað hún heitir og hvernig hún lítur út og einnig er hann búinn að falla 2 á inntökuprófi í Tokyo u. Þá fær hann vinnu á Stelpna setri þar strákar meiga ekki einu sinni koma og þar spinnist sagan kringum hann og eina stelpu sem hann telur vera stelpuna sem hann gerði loforðið við.
Þeir sem eru búnir að sjá einhvað úr Love Hina endilega segja sitt álit á þessum þáttum sem að mínu mati koma mjög á óvart.
___________________________