Tengen Toppa Gurren Lagann Pilot

Simon lifir leiðinlegu lífi í þorpi undir jörðinni sem heitir Jeeha. Þar er vinnan hans að grafa göng allan daginn. Besti vinur hans, Kamina vill hinsvegar brjótast út og komast á yfirborðið, þar sem blár himinn og ævinýri bíða hans! Dag einn er Simon að grafa eins og á hverjum öðrum degi, en allt í einu lendir hann á vélmenni með stórt andlit, grafið ofan í jörðina. Kamina fær strax að sjá dulurfulla fundinn þegar tvær verur frá yfirborðinu brjótast inn í Jeeha með hvelli! Eitt þeirra er stelpa með helling af byssum sem að kallar sig Yoko og hinn er hryllilegur mecha stýrð af Beastmanni! Þegar Kamina sér að þetta er tækifæri til þess að brjótast út úr þorpinu, fær hann Simon og Yoko til þess að sigra mecha-inn með vélmeninnu sem að Simon fann, Lagann. En þegar þau eru komin á yfirborðið hitta Simon, Kamina og Yoko óvini sem að eru mikið öflugari en þau hefðu getað hugsað sér. Ævintýra-barátta þeirra var að breytast í stríð til að berjast fyrir því að mannkynið lifi að - mun þrá þeirra fyrir frelsi halda út á móti þessum hrillilegu kringumstæðum?

———————————————————————————

Þetta er semsagt svona um það bil það sem gerist í fyrsta þættinum. Þetta verður MIKIÐ meira spennandi þar sem serían heldur áfram. Þetta er eitt af þessum seríum þar sem að það er alltaf eitthvað að gerast, ekkert svona fullt af fillerum. Það munu koma fleiri frábærar persónur, t.d. Leeron og Nia. Þessi sería er mjög spennandi og flestir sem ég þekki sem hafa horft á TTGL verða mjög svekkt þegar þættirnir eru búnir vegna þess að þau vilja halda áfram.


Tegund: spenna, ævintýri, húmor, drama, sci-fi, rómantík
Þemar: Mecha, post-apocalyptic, Super Robot

Líka smá saklaust ecchi í þessu.

Serían var rönkuð #1 á MAL og #9 á ANN (undir nafninu Gurren Lagann).

Þetta er frábær sería og ég mæli virkilega með henni!
Eitthvað sem að enginn almennilegur anime aðdáandi má missa af!

Þegar serían var búin var ég geeeeeðveikt svekkt vegna þess að ég vildi halda áfram, svo góðir eru þessir þættir!

Þetta er mest epic anime sem ég hef séð, ekkert toppar TTGL.