Baccano! Baccono var skrifað af höfundinum Ryohgo Narita sem vann Gullverðlaun á níundu Dengeki Novel Prize fyrir Baccano! sem varð síðan gert að anime árið 2007.
Einnig eru 5 þættir af Durarara!! nýkomnir út frá honum, fá níu í einkunn á imdb, og ég held að þeir lofi góðu.

Söguþráður:
Um borð í skipinu Advenna Avis árið 1711, er hópur af alchemistum(Alchemy) að ákalla púka í von um að hann veiti þeim ódauðleika. Púkinn gefur þeim drykk sem gerir þau ódauðleg, en eina leiðin til þess að enda líf þeirra er að þau “borði” hvort annað. Púkinn lætur síðan Maiza Avaro, sá sem kallaði á púkann, fá formúluna af drykknum. Maiza og hinir alchemistarnir ákveða að enginn annar fái drykkinn en Szilard Quates er á móti því.
Næstu nótt byrjar alchemistarnir að hverfa, Szilard hafði “borðað” þá. Þá átta hinir sig á því að það sé of hættulegt að halda hópinn og dreifa sér um heiminn.

Sagan er sögð úr mismunandi sjónarhornum, á mismunandi tímum og hjá mismunandi fólki, aðalega gerist þetta þó í Bandaríkjunum í kringum Banntímabilið. Sagt er frá sjónarhornum alchemista, þjófa, ræningja, mafíósa og camorrsita, sem ekkert er tengd á neinn hátt. Eftir að ódauðleiks drykkurinn er endurgerður árið 1930 í Manhattan byrjar leiðir karakteranna að tvinnast saman og hefst þá gamanið.

Mitt álit:

Baccano! Er líklegast eitt af þeim anime seríum sem ég hef haft mest gaman af, þótt þetta hafi einungis verið 13 þættir (enda er ekkert samræmi á milli fjölda þátta og skemmtanagildi þeirra).
Fyrst þegar ég byrjaði að horfa á þá var það mjög ruglingslegt, enda er sagt frá mörgum karakterum frá mismunandi tímapunktum og erfitt að fylgja þeim öllum.

Skemmtilegt Anime sem enginn alvöru Anime fan ætti að missa af !

Hér er hægt að horfa/sækja þættina þannig að þið hafið enga afsökun fyrir að gera það ekki!
__________________________________________