GTO! eitt sinn þegar ég var á rölti þá rakst ég á bókasafn, þar sem ég var ný fluttur í árbæ þá hafði ég ekkert nema tíma á mínum höndum, svo ég ákvað að labba inn. ég labbaði inn og beygði til hægri og þá sá ég bækur sem stóð á “how to draw” þar sem ég hef mikin áhuga á teikningum þá fór ég þangað en það fyrsta sem ég tók eftir var bók sem hét GTO mér fannst frontið eða coverið mjög töff og forvitnilegt svo ég ákvað að opna bókina. ég tek eftir því að þetta er myndasaga en mjög öðruvísi en þær sem ég las þegar ég var yngri. Enda var þetta Manga þar sem maður les bækur til vinstri, ég las fyrstu bókina á staðnum og greip þá í næstu og las. drullu spentur um frammhaldið. áður en ég áttaði mig á þá var verið að fara að loka og mamma hringdi í mig og spurði hvar ég væri. eftir smá tal við mömmu þá tók ég allar GTO bækurnar sem ég sá að voru til labbaði upp að borðinu og spurði hvort hægt væri að taka þessar bækur, ég bjó til reikning og endaði með því að taka 10 bækur heim.
já GTO er nefnilega það gott manga. enda er þetta skamstöfun, sem þýðir GTO = Great Teacher Onizuka. þessar bækur fjalla um ungan mann sem hefur ekkert gert í lífinu nema að vera í einhverjum slagsmálum við allskonar mótorhjólagengi. nema einn dagin þá sér hann stúlku og hjálpar henni og sér að hún sé að deita kennaran sinn. svo að eins mikill perri og hann er þá ákveður hann að kenna. nema að hann endar með því að kenna 14 - 15 ára krökkum sem eiga í allskonar vandræðum með líf sitt. og þetta er enginn venjulegur kennari, hann kennir krökkunum að meta líf sitt og svo…tja… lætur hann eins og asni og fullt af hlutum ske fyrir hann sem er allveg svaðalega fyndið.

en, já…þetta er grein um GTO og hve mikið ég mæli með því að lesa bækurnar :D ég var 13 - 14 ára þegar ég byrjaði og nú eru liðin mörg ár síðan ég las allar bækurnar, og ég kíki alltaf af og til í þær til að koma mér í gott skap og muna hve mikið ég hafði þennan kennara sem svokallað ‘'Role Model’' þegar ég las manga-ið. en allavega GTO er pott þétt ein af þeim bestu manga bækum sem ég hef lesið og líka sú fyrsta, enda kvöttu þessar bækur mig að gægjast í anime/manga heimin og er ég þar enn nú! enda er ég að skrifa þessa grein. er það ekki?
'' when i think about what's worse for society, cigarettes or porn, i think to myself; damn, i need a drink.''