Beast Master Sælt veri fólkið :)
Ætla að hafa þessa grein um frekar stutt og óþekkt manga sem ég var að lesa fyrir nokkru.
Það er 7 chapters minnir mig (2 bækur) þannig að ef enginn hefur ekkert að gera þá endilega skella sér í það ;)

Sagan er um venjulega skólastelpu að nafni Yuiko Kubozuka, sem virkilega elskar dýr. Hinsvegar eru dýrin ekkert sérstaklega hrifin af henni…
Einn daginn, þegar nýr strákur kemur í bekkin, verður hún forvitin.
Kannski af því að hún öfundar hann,dýr bókstaflega dragast að honum en líka af því að hann er ekki það slæmur og hann lítur út fyrir að vera… Eða það hélt hún.Þegar ákveðið gengi ræðst á Leo(our man)missir hann alla stjórn á sér og virkilega verður wild , bara til að verja Yuiko.
Henni tekst samt að stoppa hann áður en hann nærri drepur einn gaurinn. Kemur í ljós, að þetta er svo kallað “survival instinct”.Leo hafði búið á mörgum afskekktum stöðum og oft barist um líf og dauða. Í hvert sinn sem hann sér blóð verður hann crazy og já.. ef enginn stoppar er viðkomandi sem fór í taugarnar á honum dauður.
Við þetta bætast svo skemmtilegir atburðir og manneskjur t.d. Toki-san sem er over-protectiv forráðamaður Leos (mamman dáin) perv-pabbin xD (virkilega gaman að sjá þá rífast :I) og margir aðrir…

Útkoman er skemmtilegt og fyndið manga sem ég bókstaflega dó úr hlátri þegar ég var að lesa það …
Viðurkenni að fyrstu 2 Chaters eru kannski ekki það mest spennandi sem til er, en haldið að lesa áfram og þið munið ekki sjá eftir því (nema þið séuð eitthvað ýkt grumpy :)

Sorry, hvað ég á erfitt með að lýsa þessu, verðið bara að lesa og sjá !

Segið hvað ykkur finnst og enginn skítaköst (þau eru hvort sem er pointlaus)

Takk fyrir mig
..and you just lost the game.