Claymore För eins í gegnum hin margbreytinlega heim shonen manga leiðir fljótt í ljós að kvenkynið þjónar yfirleitt heldur lítilvægu hlutverki í hinum stóra bardaga sem er alltaf í gangi fyrir utan það kannski að vera tekinn sem gísl endrum og sinnum svo aðalpersónan (kk) hafi nú einhverja ástæðu til að láta slagsmálin halda áfram. Verra verður það þegar kvenpersónan á að hafa einhverja hæfileika og ætti að öllum líkindum að vera meira en fær um að halda sér heilli á húfi tekst einhvernvegin að vera 100% gagnslaus eins og hún þjáist af einhverri tímabundinni heimsku þegar hættu ber að (mainstream þættirnir þjást mikið af þessu, t.d. Sakura úr Naruto í meirihluta þáttanna ). Einum höfundi varð greinilega nóg boðið af þessari steríótýpu og ákvað að semja manga þar sem hlutverkunum er snúið við og karlkynskarakterarnir eru í vælukjóa hlutverkinu á meðan konurnar sveifla sverðum stærri en þær sjálfar í baráttunni við djöfla og aðrar kynjaverur. Manga þetta kallast Claymore (Claymore er upprunalega stórt sverð ekki ósvipað þeim sem sjást í mangainu en þó heldur minni, nú í dag er þetta nafn þó oftast notað um tegund af jarðsprengjum).

Sagan gerist einhverntíman á miðöldunum (ómögulegt að tímasetja nákvæmlega…og óþarfi). Mannkynið lifir ágætis lífi, fólk étur, sefur, fer á klósettið og lifir í góðu samlyndi við verur sem kallast Yoma. Því miður þjást Yoma verurnar af þeim leiðinlega ávana að þurfa að éta inniflin úr fólki öðru hverju og því hækkar dánartíðinn oft töluvert í þeim borgum þar sem þessar tvær tegundir reyna að lifa í sátt og samlindi. Þar kemur vissur hópur til sögunnar, nánar tiltekið hópur af ungum konum sem kallast Claymore’s. Með því að taka blóð og hold Yoma verana og setja það í konurnar breyttast þær í einhverkonanar blöndu sem er sterkari og snjallari en upprunalegu Yoma verurnar og einkennast konurnar af silfurlituðum augum og ljósu/hvítu hári. Konurnar eru alltaf 47 talsins, hvorki fleiri eða færri, og er númer eitt sú sterkasta, en mangaið fjallar hinsvegar um þá veikustu, Nr. 47 eða öllu heldur Claire. Í fyrstu virðist Claire vera svipuð og systur hennar, hún flakkar á milli þorpa eftir þörfum yfirboðara hennar og bjargar í einu þeirra ungum strák, Raki, sem telur sig skuldbundin Claire og tekur því að elta hana um. Fljótlega er þó flett af fortíð hennar og kemur í ljós að ólíkt langflestum systrum hennar var Claire ekki breytt gegn vilja sínum í Claymore heldur bað hún um það til að geta hefnt sín á morðingja konu sem Claire sá sem móður, fyrrverandi Claymore-inum Priscillu.

Mangaið er enn í gangi, 81 kaflar komnir nú þegar, en 26 þættir voru framleiddir í fyrra og fylgdu þeir plottinu að mestu en fóru uppúr þætti 20 sína eigin leið (sú leið var, að mínu mati skelfileg). Ég kynntist Claymore fyrst í gegnum þættina og verð að segja að þeir eru bara nokkuð góðir. Plottið er fínt, hasarinn er flottur og bardagarnir flæða vel. En þó verð ég segja að ég hef aldrei hatað neinn karakter úr skáldskap jafn mikið og Raki í þessum þáttum. Strákurinn fær vælukjóa hlutverkið áðurnefnda, telur sig þurfa að “vernda” Claire fram og til baka eins og hann sé viss um að hann sé aðalpersónan í þessum þáttum og þegar svo reynist ekki fer hann að væla endalaust yfir því að hann geti ekki neitt. Heitasta ósk mín í gegnum alla þáttaröðinna var að hann væri drepinn af einhverju kvikindi á meðan Claire sæji ekki til en því miður gerðist það aldrei. Þó kom önnur ósk upp í hugann seinna, eða í síðustu 4 þáttunum eða svo, og það var að handritshöfundarnir hefðu fundið einhverja betri leið til að enda seríuna, þar sem ekki sér fram á framhald í bili. Endirinn er því miður bara stórslys og tekst einhvernveginn að enda ekki neitt á sama tíma og hannn gerir það fjári erfitt að gera framhald sem mundi fylgja mangainu.

Ég mæli með Mangainu og þættirnir eru fjör og gaman fram að 4 síðustu eða svo ef maður getur lokað á endalaust vælið í Raki og hunsað hann.

Að lokum er hér svo endalagið úr þáttunum:
http://www.youtube.com/watch?v=oula8A8gzkU&feature=related

———————————

Sko! Tvær greinar í röð inná Anime&Manga. Gaman, gaman. Ekki það að það séu margir virkir í greinaskrifunum þessa dagana…