Berserk Berserk fjallar um Gatts, dimman riddara sem ráfar um Evrópu á miðöldum. Á hnakka hans er dularfullt brennimerki sem dregur að sér ófreskjur næturinar og blæðir þegar þær eru nærri. Hver brennimerkti Gatts? Að hverju er hann að leita? Er hann að flýja frá einhverjum eða eitthverju?
Brátt hverfur sagan í flashback og maður sér uppruna Gatts, í heimi þar sem maður þarf að berjast til þess að lifa af. Hann nær fljótt upp tækni með sverði eða um 8 ára aldur og notar eftir það alltaf sverð sem er jafnstórt ef ekki stærra en hann.
Seinna eða um 16 ára aldur er hann þvingaður til þess að fara í lið með málaliðum sem eru þrátt fyrir að vera aðeins málaliðar komnir með orð á sig fyrir ótrúlegra sigra.
Þetta lið berst frá stöðu sem málaliðar yfir í her hins hátignar. Margir bargir bardagar eru þarna á milli, mjög fá episode af þessari 25 episode seríu hafa ekkert action í þeim, kannski 2 eða 3.

Þessi animesería byggir meira á raunsæi heldur en flestar: Þú finnur ekki galdrakalla kastandi þvílíkum destructive spells eins og í “Bastard”, hér finnur þú meira riddara á móti riddara í stríði, það er auðvelt að líkja þessu við myndir eins og Braveheart.

Þessi animesería er ein þeim blóðugustu sem hafa góða sögu samt sem áður, karakterarnir eru frekar vel skapaðir og mjög góðar bardagasenur.


Þetta er semsagt 25 þátta horror/fantasy(ekki bara raunsæi)sería sem að allir ættu að sjá sem ekki hafa, ég veit ekki hvort hún er til í Nexus(held ekki)en ég fékk hana bara af internetinu:)