Ghost in the Shell (Ghost in the Shell mætti þýða sem „Sálinn í skelinni“, nafnið kemur frá hugsunum Motoku í bíómyndinni um hvort minningar hennar séu uppspunni og hún sé bara vélmenni án sálar (shell without an ghost).

Ghost in the shell getur verið ýmislegt. Fyrst ætti að nefna upprunalega Mangaið eftir Masaumune Shirow, svo hina eftirminnilegu mynd sem var gerð eftir mangainu af Mamoru Oshii og að lokum anime seríunna Ghost in the shell: Stand alone Complex. Myndinn og anime seríann tengjast ekkert hvort öðru fyrir utan að vera bæði byggð á upprunalega Mangainu.

Í öllum útgáfum sögunnar hefur sögusviðið verið í náinni framtíð í Japan, nánar tiltekið 2030-2033/34. Á yfirborðinnu virðist ekki mikið hafa gerst, fólk klæðir sig ennþá svipað og engar geimverur ganga um götunnar. En tækni hefur mikið fleygt fram og er nú tækni sem kallast Stafrænn heili (Cyperbrain) orðin jafn útbreydd og GSM símar eru í dag, auk þess sem nanótækni og gervigreind hefur fleygt mikið fram, sem gefur af sér fólk sem hefur véllíkama í staðinn fyrir líkama af holdi og blóði og vélmenni sem geta rætt saman á heimspekilegum nótum (þetta síðasta er mest áberandi í Stand alone Complex seríunum). Stafrænn heili er tækni sem sem gerir fólki kleyft að veita heilum sínum marga af hæfileikum tölva, svo sem að geta breytt minningum sínum í gögn sem aðrir geta fengið með því að tengjast hvort öðru í gegnum „innstungur“ sem eru aftan á hálsi fólks sem er með tækninna og geta tengst internetinu í gegnum huga sinn. En þar sem þetta breytir heilum fólks í hálfgerðar tölvur er þar með hægt að brjótast inn í það og er það hlutverk Almennings deildar 9 (Public section nine) að koma í veg fyrir eða stöðva svoleiðis glæpi, auk ýmissa annara verka sem þarf að huga að öðru hverju (t.d. hryðjuverkamenn að sjálfsögðu).

Almennings deild 9 (A.D.9 hér eftir) hefur alltaf verið aðalviðfangsefni Ghost in the shell og þá einna helst Motoko Kusanagi, oft kölluð Majórinn. Hún er mikilvægasti meðlimur deildarinnar vegna kunnáttu sinnar í tölvuinnbrotum og í bardaga og í langflestum tilfellum aðalpersónan sögunnar. Hún er, eins og langflestir aðrir í deildinni, búinn að skipta langmestum hluta upprunalega líkama síns út fyrir véllíkama sem veitir henni mun meiri styrk og fimi en venjulegur líkami mundi gera. Persónuleiki hennar er mismunandi eftir því hvort talað sé um mangaið, myndina eða animeið. Tveir aðilar er vert að nefna;
Batou er gamall vinur Majórsins og fyrrverandi hermaður í öllum útgáfum sögunnar. Hann hefur skipt líkama sínum út fyrir véllíkama líkt og Majórinn en er einnig með áberandi breytingu á augunum sínum. Í mangainu og að einhverju leyti í animeinu er hann heldur gamansamur og sífellt að segja einhverja brandara en þessi persónuleiki er fjarverandi í myndinni þar sem hann er mun alvarlegri.
Hin einstaklingurinn er Togusa, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem Majórinn fékk til að ganga til liðs við A.D.9. Það einkennir hann að í deildinni er hann sá eini sem er ekki búinn að breyta upprunalega líkama sínum meira en að hafa stafrænan heila og er það eitthvað sem hann hugsar oft um að breyta sökum hættunar sem er oft til staðar í verkefnum deildarinnar, en gerir aldrei neitt úr. Stundu er talað um að ástæða Majórsins til að ráða hann hafi ekki eingöngu verið sú að hann er snjall rannsóknarmaður heldur að það vantaði einuhvern í deildina sem enn væri hægt að kalla mannlegan.
Nokkrar aðrar persónur koma oft fyrir en ég er of latur til að skrifa meira um þær.

Og síðan smá yfirlit yfir útgáfur Ghost in the Shell:
Fyrst verður að nefna upprunalega Mangaið eftir Masaumune Shirow, upprunalega gefið út 1989-91. Miðað við animeið og myndinna er mangaið heldur gamansamara og ekki eins alvarlegt. Persónulega finnst mér mangaið vera sísti hluti Ghost in the Shell en það er mjög skemmtilegt miðað við annað sem hægt er að finna. Það hefur verið gefið saman út í einnni bók, sem ég fann eintak af á Amtsbókasafninu á Akureyri. Um framhaldið á mangainu veit ég hins vegar lítið.
Svo er vafalaust frægasti hluti Ghost in the Shell, myndinn sem kom út 1995 og var leykstýrt af Mamoru Oshii. Hún fékk ekki mikla athygli heima fyrir en er með merkari anime myndum sem hafa komið út hér í vestræna heiminum og var mikill inblástur fyrir upprunalegu Matrix myndinna. Mæli hiklaust með henni.
Að lokum er það anime serían, Ghost in the Shell: Stand alone Complex. Tvær seríur hafa verið gefnar út, sú fyrri var í gangi frá 2002 til 2003 og sú seinni frá 2004 til 2005. Auk þess kom ein mynd út árið 2006. Ég var upprunalega ekki neitt voðalega hrifinn af seríunni en síðan gaf ég henni séns og það var síðan ekki aftur snúið. Algjör snilld, gefur mynd Oshiis lítið eftir.

Að lokum, nokkur bútar úr animeinu og myndinni af Youtube.

Opnunarlagið úr fyrstu seríu – http://www.youtube.com/watch?v=f9uX6nt4g78

Opnunarlagið úr annari seríu – http://www.youtube.com/watch?v=I_7f_tv22VM&feature=related

AMV úr myndinni – http://www.youtube.com/watch?v=aP7g3fkHilU&feature=related

Samanburður á Matrix og Ghost in the Shell myndinni –
http://www.youtube.com/watch?v=aP7g3fkHilU&feature=related

AMV úr Matrix og Ghost in the Shell, lag er Sonne eftir Rammstein –
http://www.youtube.com/watch?v=kJnobo7_fGY&feature=related

Ég á skilið að fá verðlaun, var búinn að skrifa allar greininna beint inn á huga og ýtti óvart á refresh. Púff, öll vinnan farinn í vaskinn, skrifaði allt aftur upp :Þ