HunterXHunter HunterXHunter

Já… Það gætu verið eitthverjir spoilerar í þessu, en samt bara til að koma sögunni nokkrunveginn í ljós.
En viðfangsefnið í þessari fyrstu grein minni hér á anime spjallinu mun vera Anime (og reyndar líka manga) sem kallast HunterXHunter. Mangað er teiknað af manni sem kallast Yoshihiro Togashi en hann er kanski einna frægastur fyrir að hafa teiknað YuYu Hakusho sem margir kannast ef til vill við. Þetta er reyndar mun betur teiknað en Yuyu Hakusho ef það skiptir eitthverju máli. Þetta anime hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að ég byrjaði að horfa og var eitt af þeim anime-um sem komu mér af stað :D

Það gerist í óþekktu landi (s.s. tilbúnu) þar sem fólk sem kallast Hunter‘s eru hátt settir og virtir sem ævintýrafólk og safnarar. Einn af frægustu hunterum í heiminum er maður að nafni Ging Freecss en sagan fjallar um son hanns, Gon Freecss sem er 12 ára strákur sem býr í skógi á lítilli eyju sem kallast Whale Island ásamt frænku sinni Mito.

Einn daginn kemur til þeirra maður sem kallar sig Kaito og segist hann vera í leit af kennara sínum. Leit hanns hafði leitt hann til eyjarinnar og kemst Gon að því að maðurinn sem hann leitar er Ging, pabbi hanns. Gon ákveður að gerast Hunter og finna föður sinn. Hann fer því frá Whale Island í leit af ævintýrum og hann fær meira en stórann skerf af þeim. Áður en langt um líður hittir hann mann að nafni Leorio. Hann sér um leið að Gon og endar uppi með að passa hann. Þeir verða mjög góðir vinir og er Leorio ein af aðalpersónunum í þessu anime. En nú ætla ég að segja ykkur aðeins meira um söguhetjuna okkar, Gon Freecss. Gon er frekar einfaldur 12 ára krakki með einfaldann persónuleika en hann virðist eiga mjög létt með að eignast vini. Hann klæðist grænum fötum þ.e. jakka og stuttbuxum og svo er vopn hanns veiðistöng xD

En já. Til að gerast hunter þarf maður að standast erfitt próf sem hundruðir skrá sig í og aðeins hámark 10 yfirleitt komast til að verða Hunterar. Eins og ég sagði er prófið mjög erfitt og er það ekki óalgengt að fólk deyji í því. Þetta er virkilega Survival of the fitest. Í prófinu hittir hann hinar tvær aðalpersónurnar sem heita Killua Zaoldyeck sem er 13 ára og er hluti af launmorðingjafjölskildu og svo Kurapika sem er meðlimur þjóðflokks sem kallast Kuruta og það sem einkennir þá eru rauð augu við vissar aðstæður. Killua og Gon verða bestu vinir og eru þeir eiginlega aðalpersónurnar.

En já höldum áfram! :D

Margt gerist hérna inn á milli þessa hluta og hins en þið verðið bara að horfa á animeið. Vill ekki skemma það alveg fyrir ykkur þar sem þetta er svo mikil snilld! :D

Einn af kostum þess að vera Hunter og ástæða þess að Hunterar eru svo sterkir er orka sem þeir búa yfir sem kallast NEN. Allt fólk býr yfir þessari orku en kann ekki að nota hana. Aðeins útvaldir þ.e. Hunterar og mjög fáir aðrir eru valdir til að læra að nota þessa orku. Killua og Gon komast að því að þeir verða að læra þessa list til að vera hunterar og halda áfram ferð sinni svo þeir fynna kennara að nafni Wing. Þeir læra af honum undirstöðuatriði NEN og hvernig hægt er að beita því á marga vegu. Einn af aðalkostum við nen er að einn parturinn af því er að búa til sitt eigið bragð úr neninu sem mér finnst helvíti töff. En allavegana þá sýnir þetta að hver og einn einasti Hunter getur notað Nen til eitthvers. Ég vil ekki eiðileggja söguna fyrir ykkur þannig að ég ætla að hætta núna. En ég ætla að segja ykkur að þótt ykkur líki ekki fyrri hlutinn af þáttunum, allavegana haldið áfram þangað til þeir fara að læra Nen. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

En svona að lokum þá ætla ég bara að segja bless og ég vona að ég hafi beint ykkur á eitthvað nýtt. Ég hef komið mörgum krökkum til að horfa á Anime bara með því að sýna þeim einn þátt úr þessu.

Þannig að bless og takk fyrir :D

-Snojo