Eitt af stórkostlegustu augnablikum æfi mynnar var þegar ég horfði á fyrstu manga myndina mína, sem var Akira. Myndin var þegar orðin mjög gömul og úrelt en þrátt fyrir það var ég að horfa á með best teiknuðu teiknimyndum sem ég hafði nokkurn tímann séð. Vinur minn til margra ára var búinn að vera að nöldra í mér í mörg ár um að horfa á þessa mynd og skoða smá anime, sjálfur hafði hann ekki horft á anime í mörg ár.Kvöld eitt þegar ég var að passa fyrir vinkonu mömmu mynnar og vissi að ég yrði að hanga allt kvöldið yfir sjónvarpinu og ákvað þvi að skokka fyrst niður á videóleiguna og tjekka á góðum myndum, ég veit ekki af hverju en upp úr þurru ákvað ég að taka mér eitthvað öðruvísi…
Ég valdi “” og Akira. Ég get sko sagt ykkur að fyrri myndin var drep leiðinleg og allt of löng. Þegar komið var að seinni myndini var ég alveg að sofna og lá við að ég hefði sofnað áður en að ég náði að setja myndina í tækið. Ég get ekki sagt annað en það að um leið og myndin byrjaði sogaðist öll þreyta úr líkama mínum og athyglin mín varð öll undir eins helguð myndinni og myndinni einni. Eftir á leið mér alveg eins og þegar ég sá Matrix í fyrsta skiptið, þið ættuð að kannast við tilfinninguna…
Ég hef aldrei á æfinni dregist jafn hratt út í eitthvað áhugamál jafn skjótt og með anime og manga. :Það eru þessu ótrúlegu söguþræðir í seríunumog myndunum sem grípa heljarinnar taki á manni og sleppa manni ekki fyrr en búið er að horfa á allt samann og þetta geðveika animation sem sýnir brjáluð sjónarhorn sem engumm Hollywood leikstjórum dreymir um. Það er eins og japönunum takist alltaf að snúa á mann, menn eins og ég sem eru búnir að sjá svo margar myndir að maður veit alltaf hvernig þær enda og flestir tölvuleikir eru eins og verstu klisjur.
Það er alveg ótrúlegt hvað þess yðnaður tekur stór stökk í tæknilegum byltingum, fyrst sá maður Akira og var heltekinn, svo sá maður Ghost in the Shell og maður varð augun ein, svo kemur Blood the Last Wampire og maður fer bara að bíða spenntur eftir Matrix. Já áhorfendur góðir, Matrix animeð og mangað fer bráðlega að koma út, reyndar er ég ekki alveg á hreynu með hvort það verður eitthvað manga, ein ég veit að það verður nóg af anime. Margir frægir leikstjórar og anime framleiðendur hafa tekið Matrix opnum höndum og eru þegar farnir að vinna í allskonar efni, og ef ég man rétt er leikstjóri Ninja Scroll einn þeirra.
Þetta segjir manni víst að anime og manga heimurinn er í góðu lagi og við eigum nóg til að hlakka til. Ég veit ekki af hverju Manga áhugamálið hefur verið í svona leiðinlegri lægð undanfarið miðað við hvað þetta er spennandi umræðu efni, ég hef tildæmis oft verið að rökræði hitt og þetta við ýmsa vini mína og aldrey verð ég þreittur á þvi að tala um hvað er best og hvað er frábært. Hugsanleg er þetta bara hluti af þessu ferli, ferskt efni er alltaf mest spennandi og hugarar er ekki tilbúnir að leggja það á sig að halda sumum áhugamálum við, þrátt fyrir þvað þau eru góð, sorglegast þykir mér nú að sjá áhugamál um allskonar sniðuga hluti vera sniðgengin af fólki sem nennir bara að svara greinum en ekki skrifa þær, það er bara leiðinleg. Ég vill nú ekkert vera að röfla neitt mikið um það en fólk er bara eins og það er, annars var ég tilbúinn að leggja mikið í þetta áhugamál og senda inn skemmtilegar greinar um hitt og þetta, og margir aðrir hafa sagt það sama. Það er bara spurning um að standa sig í stikkinu.


Kattamat, coz I’m just another drone…
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*