-*Love Hina*- Núna ætla ég að skrifa fyrstu greinina mína hérna á /manga og hún á að vera um þessa frábæru anime þætti sem að heita Love Hina
Þannig bara endilega byrjið að lesa:D


-*LOVE HINA*-

Love hina er skemmtilegur anime þáttur um 20 ára strák sem heitir Urashima Keitaro sem hefur þann draum um að komast í Tokyo University (einnig þekktur sem Toudai) En á leiðinni fréttir hann að amma hans er að fara að hætta í vinnunni sinni(amma hans vinnur á svona all-girls-dorm sem að heitir Hinata Inn) þannig að hann ákveður að fara að hitta hana en lendir þá uppi með starfið hennar og fer að kynnast stelpunum þarna, en allar eru þær eitthvað ósáttar við hann.


-*DRAUMURINN*-

Hérna er sagan um afhverju hann vill komast í Tokyo U.:

Hann og kærastan hans 5 ára að leika sér á leikvellinum í sandkassanum að byggja sandkassa og kærastan hans með uppáhalds bangsann sinn, svo eftir smá stund heldur hún í höndina á honum og þau hlaupa burt svo lofa þau hvort öðru að hittast í Tokyo U. eftir 15 ár og hún kyssir hann á kinnina og hún hleypur burt svo eltir hann hana en þá er hún allt í einu komin í stórann flutningabíl og hún er að flytja burt og á meðan flutningabíllinn er að keyra burt þá kallar hún á hann og segir:
Við hittumst í Tokyo U. eftir 15 ár
Ég lofa…
Lofar þú??

Og þá er hún farinn.

-*GALLINN ER/SPURT OG SVARAÐ*-

Núna eru hausinn á ykkur örugglega fullur af spurningum, afhverju gerir hann ekki þetta, afhverju gerir hann ekki hitt… Núna ætla ég allaveganna að reyna að svara sem mest af þessu og segja nokkurnveginn hvað gerist næst.

Málið er að þetta gerðist fyrir akkúrat 15 árum og hann man ekkert hvernig hún lítur út og ekki heldur hvernig hún hljómar eða neitt.

Honum dreymir drauminn á hverri nóttu.

—————————————

Ég mæli með því að allir horfi á þessa þætti, þeir eru nefnilega mjög fyndnir líka:D