Jæja góðan dag krakkar mínir, þar sem Iceheader (held að hann heiti) hefur ekki komið hingað inn í 5 mánuði og það vantar aðeins uppá hiragana-ið hjá honum þá ákvað ég bara að klára þetta fyrir hann.

Í þessum kafla mun ég fjalla stafina wa, wo og n. Wa og n eru aðeins öðruvísi stafir þar sem ekkert orð í japönsku byrjar á þeim.

Hér fyrir neðan sjáiði stafina wa, wo og n. Eins og sést þá eru bara 3 stafir í stað hefðbundins 5, þetta er undantekning eins og ya, yu og yo í kaflanum áður.

http://japanese.about.com/library/weekly/graphics/hira_wa.jpg

Stafurinn “wa” er ekkert frábrugðin öðrum stöfum, notaður í venjulegum orðum eins og “watashi” sem þýðir “ég” og “wagomu” sem þýðir “teygja”(þ.e.a.s. nafnorðið teygja).

Stafurinn “wo” er dálítið skrítinn þar sem hann er líka smáorð eins og he(e) og ni. Hann er aldrei notaður í nein önnur orð nema sem þetta smáorð.

Stafurinn er borinn fram í samhengi sem “o” en heitir “wo”.

Hann er bættur við aftan í nafnorð þegar verið er að tala um það.
Eins og "gohan o taberu“, þá þýðir þetta ”borða mat“. Þá er verið að tala um matinn og þá er stafurinn notaður þarna.

Í leiðinni ætla ég að fjalla um smáorðin ”ni“ og ”e(he)“. Þessi smáorð eru notuð þegar verið er að tala um að fara eða koma frá einhverjum stað.

Eins og ”asoko e iku“ sem þýðir ”fara þangað“ þar sem asoko þýðir þarna og iku þýðir fara. Þarna er smáorðið notað svo að þetta sé í málfræðilegu samhengi og þarna má setja ni í staðinn fyrir e.

Einn eitt smáorð, ”de", sem þýðir að vera, ég nenni ekki að finna fleiri smáorð því að það er dálítið erfitt að vera að þýða þetta og útskýra.

Og svo seinast en ekki síst n sem er neðst í röðinni og síðasti stafurinn í hiragana.

http://japanese.about.com/library/weekly/graphics/hira_wa.jpg

Það er ekkert orð sem byrjar á þessum staf en hann er notaður í fjölmörgum orðum.

“Ken” sem þýðir sverð, “hen” sem þýðir skrítið (þaðan er hentai komið), “kantan” sem þýðir létt.

Þessi grein er kannski ekki jafn góð og allar hinar hiragana greinarnar en ég reyndi:)

Fáránlega erfitt að vera að útskýra þessi smáorð:)

En vona að þið hafið gott af þessu.