Vampire Hunter D Dreifingaraðili: Urban Vision
Lengd: 80 mín

Vampire Hunter D er án efa ein af uppáhalds myndunum mínum, kannski út af því að svalari karakter þekki ég ekki(nema kannski Jubei).

Árið er 12.090 eftir Krist. Menn ráða ekki lengur jörðinni heldur skepnur og forynjur. Búið er að taka upp aðalskerfi þar sem vampírur ráða hverju svæði. Flest allir búa við ótta að eina nóttina verði þeir beðnir um að heimsækja meistarann og snúa aldrei aftur.

Inn í þetta blandast Doris, ung sveitastúlka sem rekur lítið bóndabýli ásamt bróðir sínum. Nótt eina er hún að veiða eftir skepnum sem hafa verið að ásælast gripi hennar. Eftir að hún nær dýrinu lendir hún í klóm Count Magnus Lee sem er vampíran sem ræður þessu svæði. Hann bítur hana en leyfir henni að lifa sem táknar það að hann hefur valið hana sem brúði sína. Núna upphefst leit hjá henni eftur Vampírubana sem gæti leyst hana úr þessum vandræðum. Hún hittir D(mjög stutt og einfalt nafn:) sem ákveður að hjálpa henni.

Það sem ég lýsti þarna eru um það bil fyrstu 5 mín á myndinni þannig að nóg er eftir til að njóta. D er ofursvalur maður sem lætur gjörðir sínar tala fyrir sig. Hann hefur ákveðna fortíð sem kemur fram seinna meir í myndinni.

Vampire Hunter D er byggð á skáldsögu eftir Hideyuki Kikuchi. Ekki er til nein Manga eftir þessari sögu. Sá sem myndskreytti þessa bók er enginn annar en Yoshitaka Amano, einn virtasti og eftirsóttasti listamaður í Japan ásamt Masamune Shirow. Amano hefur teiknað karaktera fyrir næstum því alla Final Fantasy leikina. Það er verið að þýða skáldsögurnar yfir á ensku og er fyrsta bókin tilbúin til prentunar.

Núna er verið að fara að sýna Vampire Hunter D:Bloodlust í völdum bíóum í USA, nýjasta myndin um kappan. Það má tildæmis sjá trailerinn á Vampire Hunter D dvd disknum heimasíðu þeirra. http://www.vampirehunterdbloodlust.com/ Nýja myndin notast meira við stílin sem Amano teiknaði karakterinn upprunalega í.

Snilldar mynd sem vert er að næla sér í. Ég mæli þó frekar með japönsku útgáfunni en sú ensku. Sérstaklega þar sem enska útgáfan er með aðeins öðruvísi þýðingu en sú japanska.

*****
[------------------------------------]