Grey Digital Target Dreifingaraðili: Viz
Lengd: 80 mín

Fyrir nokkrum árum rakst ég á þennan titil í Laugarásvideo. Þá hét hann einfaldlega Grey og var gefinn út af Streamline Pictures, ef ég man rétt, þeir sömu og gáfu út “Warriors of the Wind”(Nausicaa slátrunin). Ég bjóst ekki við miklu af Ö-Class dreifingaraðila en mér til mikillar ánægju þá var þessi mynd talsvert betri en ég átti von á.

Myndin gerist árið 2588 þar sem lífið er eitt langt stríð. Til eru þrjár tegundir af fólki. People(Fólk), Trooper(Hermenn) og Citizens(Ríkisborgarar). Flest allir sem eru í þessum heimi eru People og til að gerast Citizen þarf fólk að vinna sig úr F riðli í Trooper flokknum upp í A. Einungis 3% af troopers ná Citizen staðli. Þeir sem ná citizen staðlinum fá að búa í “borginni”. Út um allan heim eru bæir sem hafa bæði people og troopers. Yfir herjum bæ ræður tölva sem kallast “Big Mama” sem sér um að úthluta vopn og búnað og skipuleggur árásir fyrir troopers.

Einn af þessum Troopers er Grey. Maður sem hefur náð að komast í C riðil í troopers eftir einungis 13 bardaga. Hann hefur fengið nikkið “Grey Death” þar sem hann er oftast sá eini sem lifir af árásina. Í þessari mynd sjáum við hann efast þau bönd sem binda þjóðfélagið og leit hans að sannleikanum.

Myndin minnir að sumu leyti á Starship troopers, þar sem hugmyndin um að maður þurfi að gegna herþjónustu til að ná ríkisborgararétt kom fyrst fram. Þjóðfélagið sem Grey býr í er litlaust og sorglegt og eina lausnin fyrir fólkið er að verða Trooper. Hálf sorglegur heimur. Sagan er athyglisverð jafnvel þótt að það séu nokkrar gloppur í henni. Myndin er byggð á Manga sögu eftir Yoshihisa Tagami sem hefur fengið mjög góða dóma erlendis en því miður hefur bókin aldrei verið flutt hingað til Íslands.

Myndin er mjög old-school og það sést á gæðunum. Hún er ekki illa teiknuð en maður sér hvernig þróunin hefur verið seinustu ár í anime bransanum. Stíllinn minnir eylítið á Macross myndina fyrstu. Útgáfan sem ég horfði á var á Japönsku og hún kom vel út þannig. Ég hef ekki gerst svo frakkur að sjá ensku útgáfuna en efast um ágæti hennar miðað við enska dubbara.

Mæli eindregið með því að fólk leigi sér þessa mynd. Hún er ekki fyrir alla miðað við þau review sem ég hef séð. Fólk annað hvort elskar hana eða ekki.

****1/2
[------------------------------------]