Hérna kemur smá info um Neon Genesis Evangelion….og má kattamatur og aðrir leiðrétta það sem ég mun segja vitlaust.

En Evangelion gerist árið 2015 eftir “The Second Impact” sem er ennþá 15 árum síðar óútskýrður atburður að fullu. Byrjað er á að hlusta á skemmtilegt lag sem er alltaf í byrjun og enda hvers þáttar, en aldrei eins. Samt alltaf sama lagið. Svo fáum við að sjá Shinji Ikari, einn af aðal-leikurunum eins og ég vill kalla það, aðalpersóna allavega. Svo kemur að því (þetta er sko smá brot úr fyrsta þætti, getið fengið hann von bráðar ef ég fæ að uploada honum hér á huga eða redda mér mínum eigin FTP..) að hann sér nokkrar árásarflugvélar fljúga aftur á bak og skjóta einhvað eins og þeir geta. Þá kemur í ljós það sem þeir kalla “angel” sem er jafn stór og World Trade Center var eða álíka. Best að segja ekkert meira, gæti nú þegar hafa skemmt einhvað fyrir sumum. En samt, aðalpersónur eru Shinji Ikari, Rei Ayanami, Misato Katsuragi, Gendo Ikari ef ég man rétt og svo einnig Asuka Langley Soryu. Svo er það auðvitað uppáhaldið mitt, Pen Pen :D

Samt, ég mæli með að fólk horfi á alla seríuna áður en það fer að horfa á myndina, því annars er myndin bara allger steik, án gríns, því myndin er bara eins og með t.d. Slayers, beint framhald af seríunni. En mér finnst persónulega Neon Genesis Evangelion mjög grípandi og svona…….rosalegt plott í gangi. Ég fæ bara gæsahúð af því að hlusta á 1-2 annan þátt soldið hátt :D Svo finnst mér líka öll smáatriðin allger snilld, t.d. alltaf þegar hann er inná spítala, hækkið þá í sjónvarpinu eða tölvunni, það er soldið skondið. Ég mæli eindregið með þessu, ætla að bæta Evangelion í safn sem ég ætla að koma upp….um leið og ég á pening :D Samt, þeir sem vita meira sem ekki myndi kallast spoiler, be my guest and comment, ég vildi bara ekki vera að gera hálfgerðan spoiler. <a href="http://www.lwhy.clara.net/nge/index01.html"> (vona að þetta hafi tekist) og skoðið þetta ef þið viljið læra meira um seríuna. Þarna er mikið um flest alla þá sem koma einhvað við seríunni, talað um plott og myndir til að skoða.
Tell me what am I supposed to be