Cowboy Bebop Jæja, ég vil byrja á því að þakka stjórnendum huga fyrir að demba inn manga áhugamálinu :)

En annars….nýlega hef ég byrjað að horfa á þætti sem njóta víst mikilla vinsælda í heimalandinu - Cowboy Bebop. Þættirnir byrjuðu úti 1998 og voru sýndir fram til 1999 og hafa síðan nýjir þættir komið úr á vídeo. Þetta fjallar um bounty huntera í náinni framtíð þar sem geimferðir eru orðnar almennar og ferðast er um allt sólkerfið og mun lengra. Svona að mestu leyti er þetta um tvo ‘félaga’, Spike og Jet, sem ferðast um á sinni flaug milli staða og reyna að eltast við ‘the big score’, hvort sem það er nú að hössla mafíósa eða finna vel falinn datachip til að seljast hæstbjóðanda. Því hærri sem upphæðin er, því meira fyrir þá tvo og því er oft lagt upp í vitlausustu mission :) Aðrir karakterar eru Faye, sem er annar bounty hunter - og líka einn verulega sætur hundur.
Höfundar þessara þátta eru nokkrir, að því er ég best veit, og hafa mennirnir í production crewinu komið að gerð Macross og Mobile Suit Gundam, sem er svipað CB í looki á heiminum, en fátt annað. Það sem gerir þessa þætti svo ferska er hvernig karakterarnir bera sig, allir með eitthvað rebel - effortlessly kúl, ef það má segja það þannig. Tónlistin er líka svo flott - sveitt jazz funk í intróinu, sem btw er ólíkt öllum öðrum intróum á mangaþáttum, svona pulp 60s fílingur þar á ferð. Fallegar senur af geimskipum fljóta hægt á sporbaug um plánetur og bluegrass músík undir. Kyndir undir mikla stemningu. Enda er víst búið að gefa út hvorki fleiri né færri en 5 sándtrakk diska úr þáttunum, auk remix plötu(nottlega fyrir j-pop gelgjurnar) og tónlistar úr bíomyndinni. Já bíomyndinni…getið lesið allt um hana <a href="http://www.cowboybebop.com/english/door/movie/index.html“>hér</a>. Hef að vísu enn ekki séð hana, en hún gerist líka undir lok þáttanna. Og svo er líka hægt að sjá ágætis yfirlit yfir sjónvarsþættina <a href=”http://niko-niko.net/bebop/">hér</a>.
Læt þetta nægja í bili, en hvet alla til að kíkja á þetta. Ég eit ekki til þess að þeir séu hér á landi, en það má alltaf panta þá á region 1 DVD eða bara nota Morpheus og Kazaa :)