Ég tek það fram að ég er alveg nýr í öllu sem tengist manga og anime. Ég er soldill þátta nörd og hef gaman af að horfa á þætti sem fjalla um eitthvað dulið og yfirnáttúrulegt eins og lost, heroes, x-files o.s.fr.

Hinsvegar hefur mig langað undanfarið að kynnast anime betur, hef séð nokkrar myndir frá í gamla daga eins og Vampire hunter D, Fist of the north star, Akira.

Ég hafði heyrt og lesið mjög góða hluti um Full Metal Alchemist og ég útvegaði mér öllum þáttunum og myndinni og er að horfa á það núna. Það sem mér finnst pínu galli við FMA er að þessi sería er pínu barnaleg fyrir minn smekk en er þó mjög góð, vel skrifað plott og þannig.

Ég hef átt erfitt með að finna síður sem kynna mann almennilega fyrir anime og sýna manni hvað það er sem maður gæti verið að leita að og er þessvegna að skrifa þessa grein.

Það sem ég er að leita að er Anime sem er einungis ætlað fullorðnum og eftir því sem ég sé á netinu eru aðallega þessi nöfn sem koma upp: Hellsing, Ninja scroll, Full Metal Panic, Bastard og Berserk og fl.

Mig langar að koma af stað smá umræðu hérna þar sem þú lesandi góður gætir frætt mig mögulega um hvaða anime gæti hentað mér, hvaða anime er talið vera best af þeim anime sem ég hef í huga, hvað er vinsælast og hvað finnst þér best ? Ég er opinn fyrir að prófa að horfa á allar týpur af anime sama hvort það gerist í fortíð framtíð, nútímanum eða geimnum en það verður að vera spennandi og jafnvel soldið bloody.
Einnig ef það eru einhverjar heimasíður þar sem gott er að kynnast anime endilega nefna þær líka.

Með fyrirfram þökkum Ásgeir.