Dragon Ball í íslenku sjónvarpi Halló Manga-aðdáendur.
Mig langar að kynna fyrir ykkur Dragon Ball.
Sum ykkar kannast kannski við það en það eru semsagt snilldarþættir um dreng sem heitir Son Goku sem er ógeðslega sterkur og alltaf að berja vonda kalla og dragon balls sem eru sjö talsins og ef maður nær að safna þeim öllum þá birtist drekinn Shenlong og veitir þér eina ósk.
Það er heilmikil spenna og hasar, grín og perraskapur í þáttunum sem allir skilja. Ég er virkilega sjúk í Dragon Ball, vildi óska þess að ég ætti heima í svona spennandi og skemmtilegum heimi eins og Goku og félagar.
Goku elskar að berjast og verður alltaf sterkari og sterkari eftir hvern bardaga, við fáum að fylgjast með honum frá því hann er 11 ára og síðan fullorðinn og þroskaður einstaklingur og eignast hann marga góða vini og margir hverjir eru líka sterkir og þyrstir í bardaga, en Goku er alltaf sterkastur, en síðar kemur í ljós að hann er einu sinni ekki mennskur heldur Sayan frá plánetu sem heitir Vegeta sem var sendur til jarðarinnar til að eyða jarðarbúum, ótrúlegt en satt.
Goku er hjartahreinn og berst fyrir mannkynið, hann er ofurhetja sem ferðast um á skýjinu Kintoun sem aðeins þeir sem eru hjartahreinir geta setið á. Áfram Goku!

Ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur frá Dragon Ball er út af því að ég er núna að reyna að koma því í gegn að fá þættina sýnda á Sirkus. Mig langar að vita hvort það sé einhver áhugi fyrir hendi að sjá þessa þætti í íslensku sjónvarpi með japönsku tali og íslenskum texta.

Ef þið viljið vita meira um dragon ball þá er hægt að lesa um það á: http://en.wikipedia.org/wiki/Goku#Manga